Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 11
11
heimildum er sagt að þetta
þýska skip hafi strandað við
Hafnarfjörð. Það er því nokk-
uð óljóst hvaða flak þarna er
um að ræða. Sem er út af fyr-
ir sig nokkuð merkilegt í því
ljósi að vitað hefur verið um
flakið allar götur frá 1997.
Þetta er ekkert smá flak, skip-
ið er um 60 metra langt og
um 11 metra breitt, kjölurinn
um 55 metra langur. Skipið
liggur á stjórnborðshlið á um
27 metra dýpi rétt við Eim-
skipafélagsbryggjuna. Ef um
er að ræða þetta þýska skip
Standard, þá var það smíðað
í Bandaríkjunum 1874 og
keypt til Þýskalands. Síðan
þegar heimsstyrjöldin fyrri
hófst voru Þjóðverjar hér með
aðstöðu og eru sagðir hafa
skilið þetta skip eftir. Ein sag-
an segir að skipið hafi legið
við akkeri á Pollinum og einn
daginn hafi það slitnað upp
og sokkið. Önnur sagan segir
að bændur hafi verið búnir
að draga það að bryggju og
ætlað að hirða timbur úr því
og þá hafi það slitnað upp og
sokkið. Miðað við útlit flaks-
ins er ég sannfærður um að
þarna er komið þetta um-
rædda skip sem var smíðað
árið 1874. En hins vegar er
vitað um skipsflök hér í Eyja-
firðinum frá þeim tíma er
Norðmenn voru að salta hér
síld. Vitað er um eitt slíkt flak
í svokallaðri Jötunheimavík
við Krossanes, þar sem núna
er búið að fylla upp. Einnig
er annað flak út við Þórsnes
hér í Eyjafirði. Norðmenn not-
uðu það til síldarsöltunar og
síðan þegar hún lagðist af
sökktu Norðmenn skipinu.“
Skipsflakið við Hrísey
„Skipsflakið skammt sunnan
við Hrísey er 27 metra langt
og 7 metra breitt. Flakið er á
kafi í sandi á að giska 3-4
metra dýpi. Flugmaður frá
Akureyri sá flakið á sínum
tíma og kafarar fóru síðan að
leita að því en fundu það
aldrei. Ég hafði síðan upp á
þessum flugmanni og hann
gat gefið mér nánari staðsetn-
ingu. Ég fann síðan flakið
samkvæmt hans ábendingu
og tókst að mæla lengd og
breidd þess. Í framhaldinu fór
ég að blaða í heimildum og
spyrjast fyrir um hvaða skip
væri mögulega þarna á ferð-
inni. Niðurstaðan var sú að
þarna væri trúlega um að
ræða skip frá 1884, en þá
gerði veður sem hefur verið
kallað „gjörningaveðrið“ og
varð til þess að fjöldi skipa
fórst og síldveiðar Norð-
manna hér við land nánast
lögðust af. Mér þykir því allt
benda til þess að þessi skúta
sé úr síldveiðiflota Norð-
manna. Hugmyndin er að
skoða flakið í vor og dæla
upp úr því sandi og skoða
ástand þess. Hvað verður gert
í framhaldinu verður að koma
í ljós. Við höfum beðið í um
áratug eftir því að einhverjir
fræðingar sýndu þessu flaki
áhuga, en lítið hefur farið fyr-
ir honum. Við ætlum ekki að
bíða lengur og komum til
með að skoða þetta betur
með vorinu.“
Skipsskaðar á Melrakkasléttu
á fjórða áratugnum
Erlendur segir að vissulega sé
óplægður akur, ef svo má að
orði komast, í að kafa niður
að skipsflökum við landið.
Erlendur nefnir að sl. sumar
hafi hann hitt að máli Sverri
bónda á Ásmundarstöðum á
Melrakkasléttu og fengið hjá
honum upplýsingar um skips-
skaða í fjörunni þar undan,
en vitað er að þann 16. jan-
úar 1933 fórst Sicyion frá
Grimsby við austanverða Mel-
rakkasléttu. Skipverjarnir tólf
björguðust ómeiddir í land,
en skipið brotnaði og eyði-
lagðist. Einnig er greint frá
því í bók Steinars J. Lúðvíks-
sonar, Þrautgóðir á raunast-
und, að þremur dögum síð-
ar, 19. janúar 1933, hafi tog-
arinn St. Honorius strandað
við Ásmundarstaðareyri á
austanverðri Melrakkasléttu.
Erlendur Bogason nefnir
þetta strand og heimsókn til
Sverris á Ásmundarstöðum sl.
sumar á heimasíðu sinni. Þar
segir hann um strandið á St.
Honorius: „Veður var gott en
dimmviðri og dvöldu skips-
menn fyrst um sinn í skipinu,
þar sem vonir stóðu til þess
að unnt mundi að ná því út.
Enskir togarar, er voru á þess-
um slóðum, komu á vettvang
og einnig hélt varðskipið Óð-
inn, er statt var við Ingólfs-
höfða, þegar á vettvang. Þeg-
ar leið á daginn var talið ráð-
legra, að skipsmenn færu í
land, þar sem brim var að
aukast og svo mikill sjór kom-
inn í togarann, að sýnt þótti
að hann næðist ekki út. 14
menn voru á togaranum og
komust þeir allir slysalaust til
lands.
Í júní í sumar var ég á leið
um Melrakkasléttu og heim-
sótti Sverri bónda á Ásmund-
arstöðum. Hann fór með mig
niður í fjöru þar sem enn er
hægt að sjá leifarnar úr Sicy-
ion. Ekki langt þar frá, ca 500
m, er smá sker og þar sagði
Sverrir að St.Honorius hefði
strandað. Sverrir sagði að
Sicyion hefði brotnað mjög
fljótlega og brak úr honum
hefði rekið strax upp í fjör-
urnar eins og sjá má enn
þann dag í dag, en sagan af
St.Honorius er aðeins merki-
legri því Sverrir sagði að hann
hefði verið í sinni fyrstu veiði-
ferð og að það hefði aldrei
komið fiskur um borð í togar-
ann áður en hann sökk. Það
hefði verið logn og sléttur
sjór þegar hann kom siglandi
ljósum skrýddur upp sléttuna.
Þar hefði hann verið í nokkra
daga upp á skeri og síðan
einn daginn runnið af því og
horfið. Það merkilega, sagði
hann, er að ekkert hefur rek-
ið upp í fjörur úr togaranum í
gegnum árin. Inflúensa var
um borð í St.Honorius þannig
að skipverjar af báðum tog-
urunum voru settir í sóttkví
og skipað að halda kyrru fyrir
og gistu þeir flestir á Ásmund-
arstöðum á annan mánuð.
Hefur þar verið þröngt um
mannskapinn því ekki er hús-
ið stórt auk þess sem allur
þessi mannskapur ásamt
heimilisfólki hefur þurft eitt-
hvað að borða. Eftir þessa
sögu Sverris var ekkert annað
að gera en að hoppa í sjóinn
og leita að flakinu. Fann ég
fljótlega útflatt járn úr skipinu
þaravaxið og koma kraftar
K Ö F U N
Ígulkeraskógur við utanverðan Eyjafjörð – skammt undan Árskógssandi.