Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 10

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 10
10 „Það var meiriháttar að alast upp í Eyjum og maður hefur alltaf á stefnuskránni að fara þangað einhvern tímann aftur. Við komum til Eyja á ári hverju – oft á Þjóðhátíð og um áramót,“ segir Erlendur. „Við bjuggum í austurbænum fyrir gos og þar var öll stór- fjölskyldan líka. Maður var öllum stundum í fjörunni eða í klettunum og skemmtilegra umhverfi held ég að maður geti ekki alist upp í. Heimaeyjargosið 23. janúar 1973 er mér í fersku minni. Pabbi vakti mig um nóttina og setti mig út í glugga til þess að ég gæti horft á gosið. Stressið var ekki meira en svo. Við fórum með Gullberg- inu upp á land og til að byrja með vorum við í Reykjavík, en síðan fluttumst við til Sel- foss og bjuggum þar til við fórum aftur til Eyja þegar gos- inu lauk.“ Erlendur fór meðal annars til sjós á sínum yngri árum í Vestmannaeyjum, hefur próf- að svo til öll veiðarfæri, svo vitnað sé til hans orða. „Ég kláraði Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, var raunar í fyrsta árganginum sem út- skrifaðist úr þeim skóla. Ég var á sjó á sumrin þegar ég var í framhaldsskólanum og einnig eftir það. Í framhald- inu fór ég til Noregs í sjáv- arútvegstæknifræði árið 1985. Ég var í því námi í tvö og hálft ár en lauk því ekki. Ég fór að vinna við laxeldi í Nor- egi í töluverðan tíma og kom heim annað slagið og vann þá í laxeldi eða fór á sjó. Síð- an hringdi einn kunningi minn, sem ég hafði kynnst í Noregi, í mig og bað mig að koma og hjálpa sér við fyr- irtæki sem hann hafði sett á stofn á Akureyri. Ég vann við þetta fyrirtæki í um þrjú ár og í kjölfarið fór ég að þreifa mig áfram í köfuninni.“ Fjölbreytt verkefni Í dag er Erlendur atvinnukaf- ari. Hann hefur með öðrum orðum sitt lífsviðurværi af því að kafa og eftir því sem næst verður komist er Erlendur eini atvinnukafarinn utan höf- uðborgarsvæðisins sem gerir ekkert annað en að kafa. „Verkefnin eru fjölþætt. Ég vinn mikið fyrir sjávarútvegs- fyrirtæki og rannsóknastofn- anir. Ég get nefnt sem dæmi að fyrir fyrirtækin er ég feng- inn til þess að skoða botn skipanna, skera úr skrúfum o. s.frv. Þá er ég mikið í mynda- tökum, bæði vídeótökum og ljósmyndatökum, fyrir Hafró og Háskólann á Akureyri. Ég hef verið töluvert í humar- rannsóknum fyrir Vinnslu- stöðina í Eyjum og í Þistilfirði hef ég komið að línu- og þorsk rannsóknaverkefni í sam- starfi við Vísi í Grindavík. Ég hef einnig unnið töluvert með Guðrúnu Marteinsdóttur í Há- skóla Íslands í sambandi við rannsóknir á hrygningu þorsksins.“ Að fara eftir settum reglum Það er með köfunina eins og önnur störf að hún þjálfast. Ekki er verra að kafarar séu í góðu formi, enda áreynslan umtalsverð. Erlendur segir út af fyrir sig ekkert að því að menn séu að kafa langt fram eftir aldri, svo fremi að þeir séu í góðu formi. En getur köfunin ekki verið hættuleg? „Jú, að sjálfsögðu getur köfunin verið hættuleg. Kaf- arinn er jú í sjónum og því fylgja ýmsar hættur. En þá er lykilatriði að kunna að bregð- ast við aðstæðum. Þekkingin verður að vera til staðar, ef ekki á illa að fara. Maður þarf að standa alveg klár á því sem maður er að gera og fara eftir settum reglum. Ef sú regla er höfð í heiðri gengur köfunin vel.“ - Hefurðu aldrei lent í hættu? „Nei, það get ég ekki sagt. Ég man í svipinn eftir því að tæki – þ.e. svokallað „lunga“ bilaði hjá mér á 24 metra dýpi, en maður leysti það bara.“ - Hversu djúpt máttu kafa? „Ég er með réttindi til þess að kafa á 50 metra dýpi, en það er afar sjaldgæft að mað- ur fari svo djúpt, þess gerist sárasjaldan þörf. Sá tími sem ég má vera í kafi fer eftir dýp- inu. Ef ekki er farið niður fyr- ir 12 metra dýpi getur maður í raun verið endalaust í kafi. En ef farið er dýpra styttist sá tími sem unnt er að vera í einu í kafi. Við köfun er farið eftir svokallaðri köfunartöflu sem segir til um hversu lengi maður má vera í kafi miðað við dýpi.“ Hefur víða kafað - Nú þykist ég vita að þú hafir kafað víða á landgrunninu? „Já, það er rétt að ég hef víða kafað, en ég á hins veg- ar eftir að skoða alveg gríð- arlega mikið. Ef ég tek sem dæmi Eyjafjörðinn, þá sagði ég árið 1996 að þetta væri ömurlegasti fjörður landsins og hér væri ekkert áhugavert að skoða annað en ígulker. Árið eftir fannst mjög áhuga- vert skipsflak í Pollinum, hvera strýturnar við Ystuvík og flak út við Hrísey. Við skoðuðum líka svæði utan við Litla-Árskógssand þar sem vitað var af hræjum af beina- grindum af hrefnum sem var alltaf kastað í gamla daga. Það var mikil upplifun að sjá öll þessi hræ. Eftir þetta ár þurfti maður því heldur betur að éta ofan í sig að Eyjafjörð- urinn hefði ekki upp á neitt áhugavert að bjóða. Því fer víðs fjarri. Þetta á við um ansi marga firði hringinn í kring- um landið og við erum því rétt að byrja að plægja þenn- an akur.“ Flakið í Pollinum - Nánar um þessi flök í Eyja- firðinum – annars vegar í Pollinum og hins vegar við Hrísey. Er vitað hvaða skips- flök þetta eru? „Varðandi skipið í Poll- inum, þá hefur ekkert ennþá fundist staðfest um hvaða skip er þarna á ferðinni. Þýskur sagnfræðingur telur að þarna sé um að ræða þýska skipið Standard. Hins vegar ber mönnum ekki saman um hvar þetta tiltekna skip hafi strandað, í einhverjum öðrum K Ö F U N Kúfskel í greipum krossfisks.Einhver óskilgreind tegund af krossfiskum. Myndin var tekin skammt frá Rauða- núpi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.