Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 51

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 51
51 um í efnahagslífi heimsins er ekki óeðlilegt að ætla að fólk muni leita eftir ódýrari mat- vælum. Um þetta er þó erfitt að spá. Varðandi uppsjáv- artegundirnar þá virðist útlitið vera nokkuð gott en þó hefur verð á fiskimjöli lækkað mjög mikið á undanförnum mán- uðum. Ég hygg að sé óhætt að segja að tiltölulega litlar birgðir séu til staðar af loðnu- afurðum og því er útlitið nokkuð gott með sölu á þeim. Núna í haust hefur gengið ágætlega að selja síld- ina, en hins vegar er síld- arkvótinn í það heila stór og fyrirsjáanlegt er að norsk-ís- lenski síldarkvótinn verður mjög stór á næsta ári. Síld- armarkaðir í Póllandi og Rúss- landi hafa verið að styrkjast með vaxandi kaupgetu í þess- um löndum. En á móti kemur að útlit er fyrir töluvert mikið framboð á síld og því má ætla að hlutfallslega muni bræðsla síldar á næsta ári ekki minnka frá því sem var á þessu ári. Olíuverðshækkunin kemur harkalega niður á veiðum á tegundum eins og kolmunna sem þarf að sækja lengra og dýpra. Kolmunnaveiðarnar hafa því verið erfiðar og af- koman af þeim versnað mik- ið.“ Sókn í Eyjum Á sama tíma og almennt er samdráttur í íslenskum sjáv- arútvegi hafa Eyjamenn hert róðurinn í þessum efnum með kaupum á nýjum skip- um og aflaheimildum. Sjáv- arútvegurinn virðist með öðr- um orðum vera í sókn í Eyj- um. Ægir Páll segir að tvö stærstu fyrirtækin í Eyjum – Ísfélagið og Vinnslustöðin – hafi verið í ágætum vexti á síðustu árum og þá hafi önn- ur fyrirtæki einnig verið að sækja í sig veðrið. „Það sem skiptir öllu máli í þessu er að rekstur fyrirtækja sé í lagi og hann skili hagnaði sem fyr- irtækin geti notað til að styrkja reksturinn, við það skapast líka traust á fyrirtækj- unum sem m.a. eykur að- gengi þeirra að fjármagni. Rekstur Ísfélagsins hefur gengið ágætlega undanfarin ár og hefur þar skipt miklu máli að félagið hefur haft gott starfsfólk. Fyrir Ísfélagið hef- ur það líka verið mikill styrk- ur hversu litlar breytingar hafa verið á undanförnum ár- um í eigendahópi félagsins og hafa eigendurnir staðið þétt á bakvið félagið. Ein fjöl- skylda hefur átt yfir 70% í fé- laginu og þannig hefur það verið lengi. Þetta skapar fé- laginu mikla kjölfestu,“ segir Ægir Páll. „Auðvitað er það svo að kvótaskerðingin í þorskinum tekur gríðarlega í hér í Vest- mannaeyjum eins og annars staðar. Um það þarf ekkert að efast. Þetta tekur mikið í hjá útgerðinni, en ekkert síður hjá sjómönnunum, sem mér finnst oft hafa gleymst í hinni pólitísku umræðu. Staðreynd- in er auðvitað sú að þessi niðurskurður skerðir tekjur sjómanna alveg gríðarlega. Það er óskiljanlegt að jafnvel þrátt fyrir þetta þá muni sjáv- arútvegurinn bara hér í Eyjum verða skattlagður umfram aðrar atvinnugreinar fyrir um u.þ.b. 100 milljónir króna, verði álagningu auðlinda- skattsins ekki breytt. En að öðru leyti er ég tiltölulega bjartsýnn á framtíð sjávarút- vegsins hér í Vestmannaeyj- um. Það er engin ástæða til annars. Við stöndum að vísu núna frammi fyrir þeirri óvissu hversu stór loðnukvót- inn verður en það hefur því miður verið mikil óvissa með loðnuúthlutun á síðustu ár- um. Loðnan skiptir mjög miklu máli fyrir alla hér í Eyj- um – bæði Ísfélagið og Vinnslustöðina. Ef vel tekst til er loðnuvertíðin mikill upp- gripatími fyrir samfélagið hér,“ segir Ægir Páll. Allar gerðir bindivéla Stál- og plastbönd Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Í S F É L A G I Ð „Ég get ekki neitað því að þetta ár hefur verið mjög viðburðaríkt og annasamt,“ segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins í Eyjum. Mynd: Óskar P. Friðriksson/Vestmannaeyjum. Ægir Páll fyrir utan hið þekkta hús Ísfélagsins í Eyjum, þar sem skrifstofur fyr- irtækisins eru m.a. Mynd: Óskar P. Friðriksson/Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.