Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 18

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 18
18 „Mér fannst alltaf skemmti- legast á síldinni. Þetta var til dæmis mjög spennandi hér í gamla daga þegar við vorum austur við Hrollaugseyjar og urðum að fara grunnt og raun- ar upp fyrir torfurnar til að komast sem best að þeim. Þá var síldin mikið inni á fjörð- unum fyrir austan, nánast upp í landsteinum, til dæmis í Berufirði þar sem heitir Titt- lingur inn við Fossavík. Þar fórum við nánast um fjöru- steinana, þræddum grynning- arnar þar sem við gjörþekkt- um allar aðstæður,” segir Guðmundur sem úr síldarleið- öngrum fyrri ára minnist sam- starfs við Jakob Jakobsson. „Jakob var geysilega harð- ur jaxl og það var í senn ánægjulegt og lærdómsríkt að starfa með þeim manni. Áhug hans á viðfangsefninu var mikill og smitandi, enginn sem starfaði með Jakobi gat komist hjá því að fá áhuga á síld. Þegar við vorum á gamla Árna Friðrikssyni lá hann kannski á bekknum við fiski- leitartækin. Dottaði kannski stundarkorn eftir langar vök- ur, en vaknaði alltaf ef kallað var á Árna Friðriksson með síldarfréttir í gegnum talstöð- ina.“ Með loðnu undir koddanum Annar vísindamaður sem Guðmundur hefur átt langt samstarf við er Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur, sem lét af störfum fyrr á þessu ári. „Við Hjálmar gjörþekkjum hvor annan af löngu samstarfi og spjölluðum mikið saman á frívaktinni, ekki síst loðnuna. Ég hef stundum sagt í gamni að Hjálmar tali helst aldrei um neitt annað en átt- haga sína austur í Mjóafirði og svo loðnuna sem hann hefur sofið með undir kodd- anum í fjörtíu ár en er honum samt ennþá hulin ráðgáta,“ segir Guðmundur sem minn- ist margra skemmtilegra loðnuleiðangura frá liðnum árum. „Í ár, 2007, héldum við út snemma í janúar og vorum norðvestan við Kolbeinsey þegar við skyndilega sigldum fram á loðnuna, sem kemur alltaf á óvart. Þetta er óskilj- anlegur fiskur; er brellinn og lifir stutt. Síldin er allt öðru- vísi. Hefur til dæmis komið mjög á óvart að undanförnu varðandi vetrarstöðvar sínar, til dæmis með því að halda sig inni á Grundarfirði og jafnvel í Hvammsfirði,“ segir Guðmundur sem bætir við að þrátt fyrir að svikull sé sjáv- arafli og sjaldnast sé á vísan að róa um örugg aflabrögð telji hann vísindaráðgjöf og niðurstöður Hafró býsna traustar. „Að minnsta kosti höfum við ekki á neinu traustara að byggja en þessum rannsókn- um. Ákvarðanir ráðamanna um nýtingu fiskistofna við landið byggja á rannsóknum frábærra vísindamanna sem leggja alúð í störf sín. Auðvit- að má gagnrýna þeirra vinnu- brögð en oft hefur mér þótt gagnrýnin vera bæði hörð, ómakleg og illa rökstudd. Mér hefur fundist afskaplega gam- an að vinna með þessum vís- indamönnum enda gefur það manni skemmtilega sýn á hlutina. Hér stundum við sjó- mennsku með vísindabrag. Flestir þeir vísindamanna sem með okkur fara í leiðangra eru brennandi af áhuga fyrir verkefnum sínum, ekki bara Jakob og Hjálmar. Hvalaleið- angrar með Jóhanni Sig- urjónssyni núverandi forstjóra Hafró voru mjög spennandi, enda smitaði hann alla um borð af áhuga sínum á þess- um undraskepum undirdjúp- anna.“ Með arfleið Árna Fyrstu árin eftir að Guðmund- ur munstraðist í áhöfn Árna Friðrikssonar fór hann reglu- lega vestur á firði og tók einn og einn túr á fiskibátum. „Raun ar átti vistin hér hjá Hafró bara að vera einn túr. Ég kom hingað til Reykjavík- ur á loðnuvertíð, var í vetr- arlöngu leyfi frá Sigurði bróð- ur mínum sem var með Orra ÍS, sem Norðurtanginn á Ísa- firði gerði út. Síðan þegar ég var á leiðinni vestur var ég fenginn til að taka einn túr hér hjá Hafró og síðan var ég beðinn um að bæta þeim næsta við. Á endanum sat ég hér fastur og fór hvergi,“ seg- ir Guðmundur sem finnst að sér hafi bærilega tekist að varðveita sjómanninn í sjálf- um sér „Já, mér hefur reynst mjög auðvelt að halda í sjómanns- taugina. Það að vera til sjós er raunar nokkuð sem mér er í blóð borið. Tíu ára gamall fór ég fyrst til sjós og við mat- arborðið heima á Bíldudal var ekki talað um neitt nema þorsk og rækju. Fimmtán ára var ég kominn í skipsrúm hjá föður mínum. Ræturnar mínar við sjómennskuna eru því af- skaplega sterkar. Og eins tengist ég fiskifræðingnum Árna Friðrikssyni sjálfum, svona með óbeinum hætti. Faðir minn, Bjarni Jörunds- son, og Gísli Friðriksson, bróðir Árna, gerðu saman út bát endur fyrir löngu vestur á Bíldudal. Sem ungur fátækur drengur var Árni síðan til sjós á skútu hjá afa mínum, Jör- undi Bjarnasyni, og það var til þess tekið að á frívaktinni lagðist hann í bókalestur. Áhuginn og einbeitnin við að fræðast og mennta sig var mikil, enda fór svo að Árni lagði fyrir sig fiskifræði og varð einn helsti síldarspekúl- ant þjóðarinnar. Og vissulega þarf maður að vera stór í brotinu til að ástæða þyki að nefna heilt skip eftir viðkom- andi. Að því leyti til lifir arf- leiðin og nafnið, þó fyrr eða síðar fenni í flestra spor.“ Viðtal: Sigurður Bogi Sævarsson. Myndir: SBS og fleiri. H A F R A N N S Ó K N I R Árni Friðiksson er óneitanlega glæsilegt skip hvar það siglir út sundin. Sjávarútvegshúsið í baksýn. Skipið er 2.220 tonn og 70 metra langt og sérstaklega gert til rannsókna á djúpslóðinni. „Úthaldið hjá okkur á ári hverju er um það bil 190 til 200 dagar, en þeim þarf nauðsynlega að fjölga. Mér þætti eðlilegt að við værum úti svo sem 300 daga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.