Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 49

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 49
49 „Jú, ég get ekki neitað því að þetta ár hefur verið mjög við- burðaríkt og annasamt,“ segir Ægir Páll Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri Ísfélagsins í Eyjum. Og það er ekki ofsög- um sagt að mikið hafi verið að gera hjá Ísfélaginu á árinu. Það sést best þegar augum er rennt yfir viðburðalista ársins – sbr. meðfylgjandi sam- antekt. Það hefur að vonum verið í mörg horn að líta hjá framkvæmdastjóra og starfs- mönnum Ísfélagsins allt þetta ár. Margar stórar ákvarðanir hafa verið teknar sem hafa það að markmiði að styrkja félagið inn í framtíðina. „Við höfum vissulega verið að gera ýmsar breytingar í rekstri okkar á þessu ári,“ segir Ægir Páll. „Þetta byrjaði með því að við keyptum öll hlutabréfin í Hraðfrystistöð Þórshafnar og það er nú dótt- urfélag Ísfélagsins. Skipastóll- inn hjá okkur er kominn til ára sinna og við tókum í sum- ar út tvö skip, Álsey og Ant- ares, og keyptum nýja Álsey í þeirra stað sem er mun af- kastameira skip. Salan á Krossanesverksmiðjunni og kaupin á Hraðfrystistöð Þórs- hafnar gefa okkur ýmsa möguleika til þess að hag- ræða í rekstrinum. Við tókum líka um það ákvörðun núna á haustdögum að láta smíða fyrir okkur skip í Chile, sem er stórt skref í að endurnýja flotann okkar. Þetta skip kemur til með að verða mun hagkvæmara í rekstri en þau skip sem við erum með í rekstri í dag, m.a. varðandi eldsneytiseyðslu. Með til- komu nýja skipsins sýnist nokkuð ljóst að við munum geta fækkað skipunum hjá okkur um tvö frá því sem nú er.“ Níu skip Núverandi skipastóll Ísfélags- ins er þannig saman settur að á bolfisk eru gerð út tvö skip – Snorri Sturluson og Suð- urey. Álsey og Júpíter eru uppsjávarskip og sömuleiðis Guðmundur og Þorsteinn ÞH. Auk þess á Ísfélagið ann- ars vegar Bjarnarey og hins vegar Sigurð, sem félagið hef- ur m.a. nýtt á loðnuveiðar og veiðar á norsk-íslenskri síld, en skipin liggja að öðru leyti í höfninni í Eyjum. Í viðbót við bolfisk- og uppsjávarskip- in gerir félagið einnig út skel- fiskbátinn Fossá. Sterk staða í uppsjávartegundum Ísfélagið hefur sterka stöðu í uppsjávartegundum. Í síldinni var félagið með um 60 þús- und tonna kvóta á árinu 2007 – bæði í norsk-íslensku síld- inni og síldinni hér á heima- miðum og í loðnunni hefur félagið yfir að ráða um 20% kvótans. „Meginstoðin í rekstri félagsins eru veiðar og vinnsla á uppsjávarfiski. Hins vegar er því ekkert að leyna að niðurskurður þorskafla- heimilda kemur illa við okkur eins og aðra. Í stórum drátt- um er það svo að þessi nið- urskurður gerir það að verk- um að í þorskgildum talið er sá bolfiskkvóti sem við feng- um með kaupum á Hrað- frystistöð Þórshafnar nú að engu orðinn. Eftir sem áður erum við með svipaðan bol- fiskkvóta og við höfðum yfir að ráða áður en HÞ var keypt. Út af fyrir sig erum við með þokkalega góðan kvóta fyrir þessi tvö bolfiskveiði- skip, en með kaupunum á HÞ í ársbyrjun vorum við að styrkja kvótastöðuna í bolfisk- inum umtalsvert. Því miður varð ákvörðunin um nið- urskurðinn í þorski til þess að það gekk ekki eftir. Það er erfitt að skilja hvernig það er réttlætanlegt við þessar að- stæður að leggja á sjávarút- veginn sérstakann skatt um- fram aðrar atvinnugreinar eins og auðlindaskattinn,“ segir Ægir Páll. Afli Snorra Sturlu- sonar er frystur um borð, en Suðurey landar hins vegar ís- fiski í Eyjum, að hluta til vinnslu hjá Ísfélaginu en einnig á markað. „Við höfum verið að vinna 12-1400 tonn af bolfiski í landi. Við höfum ekki tekið ákvörðun um ann- að en að þessi vinnsla verði með sama sniði áfram, en þetta er þó allt breytingum háð.“ Í ólgusjó sterkrar krónu Stór hluti kvóta Ísfélagsins í norsk-íslensku síldinni fór til bræðslu í ár, sem helgaðist ekki síst af markaðsaðstæð- um. „Hins vegar hefur stærst- ur hluti af íslensku síldinni, sem hefur verið að veiðast á síðustu vikum, farið til mann- eldis. Loðnuvertíðin var góð ef við horfum til þeirra verð- mæta sem við fengum út úr henni, en hins vegar var magnið lítið en það tókst að Í S F É L A G I Ð Viðburðaríkt og annasamt ár - segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins í Eyjum Fiskvinnsluhús Ísfélagsins voru að stórum hluta endurbyggð eftir stórbrunann 9. desember árið 2000, sem lagði hús félagsins meira og minna í rúst. Mynd: Óskar P. Friðriksson/Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.