Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 49
49
„Jú, ég get ekki neitað því að
þetta ár hefur verið mjög við-
burðaríkt og annasamt,“ segir
Ægir Páll Friðbertsson, fram-
kvæmdastjóri Ísfélagsins í
Eyjum. Og það er ekki ofsög-
um sagt að mikið hafi verið að
gera hjá Ísfélaginu á árinu.
Það sést best þegar augum er
rennt yfir viðburðalista ársins
– sbr. meðfylgjandi sam-
antekt. Það hefur að vonum
verið í mörg horn að líta hjá
framkvæmdastjóra og starfs-
mönnum Ísfélagsins allt þetta
ár. Margar stórar ákvarðanir
hafa verið teknar sem hafa
það að markmiði að styrkja
félagið inn í framtíðina.
„Við höfum vissulega verið
að gera ýmsar breytingar í
rekstri okkar á þessu ári,“
segir Ægir Páll. „Þetta byrjaði
með því að við keyptum öll
hlutabréfin í Hraðfrystistöð
Þórshafnar og það er nú dótt-
urfélag Ísfélagsins. Skipastóll-
inn hjá okkur er kominn til
ára sinna og við tókum í sum-
ar út tvö skip, Álsey og Ant-
ares, og keyptum nýja Álsey í
þeirra stað sem er mun af-
kastameira skip. Salan á
Krossanesverksmiðjunni og
kaupin á Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar gefa okkur ýmsa
möguleika til þess að hag-
ræða í rekstrinum. Við tókum
líka um það ákvörðun núna á
haustdögum að láta smíða
fyrir okkur skip í Chile, sem
er stórt skref í að endurnýja
flotann okkar. Þetta skip
kemur til með að verða mun
hagkvæmara í rekstri en þau
skip sem við erum með í
rekstri í dag, m.a. varðandi
eldsneytiseyðslu. Með til-
komu nýja skipsins sýnist
nokkuð ljóst að við munum
geta fækkað skipunum hjá
okkur um tvö frá því sem nú
er.“
Níu skip
Núverandi skipastóll Ísfélags-
ins er þannig saman settur að
á bolfisk eru gerð út tvö skip
– Snorri Sturluson og Suð-
urey. Álsey og Júpíter eru
uppsjávarskip og sömuleiðis
Guðmundur og Þorsteinn ÞH.
Auk þess á Ísfélagið ann-
ars vegar Bjarnarey og hins
vegar Sigurð, sem félagið hef-
ur m.a. nýtt á loðnuveiðar og
veiðar á norsk-íslenskri síld,
en skipin liggja að öðru leyti
í höfninni í Eyjum. Í viðbót
við bolfisk- og uppsjávarskip-
in gerir félagið einnig út skel-
fiskbátinn Fossá.
Sterk staða í
uppsjávartegundum
Ísfélagið hefur sterka stöðu í
uppsjávartegundum. Í síldinni
var félagið með um 60 þús-
und tonna kvóta á árinu 2007
– bæði í norsk-íslensku síld-
inni og síldinni hér á heima-
miðum og í loðnunni hefur
félagið yfir að ráða um 20%
kvótans.
„Meginstoðin í rekstri
félagsins eru veiðar og
vinnsla á uppsjávarfiski. Hins
vegar er því ekkert að leyna
að niðurskurður þorskafla-
heimilda kemur illa við okkur
eins og aðra. Í stórum drátt-
um er það svo að þessi nið-
urskurður gerir það að verk-
um að í þorskgildum talið er
sá bolfiskkvóti sem við feng-
um með kaupum á Hrað-
frystistöð Þórshafnar nú að
engu orðinn. Eftir sem áður
erum við með svipaðan bol-
fiskkvóta og við höfðum yfir
að ráða áður en HÞ var
keypt. Út af fyrir sig erum við
með þokkalega góðan kvóta
fyrir þessi tvö bolfiskveiði-
skip, en með kaupunum á
HÞ í ársbyrjun vorum við að
styrkja kvótastöðuna í bolfisk-
inum umtalsvert. Því miður
varð ákvörðunin um nið-
urskurðinn í þorski til þess að
það gekk ekki eftir. Það er
erfitt að skilja hvernig það er
réttlætanlegt við þessar að-
stæður að leggja á sjávarút-
veginn sérstakann skatt um-
fram aðrar atvinnugreinar eins
og auðlindaskattinn,“ segir
Ægir Páll. Afli Snorra Sturlu-
sonar er frystur um borð, en
Suðurey landar hins vegar ís-
fiski í Eyjum, að hluta til
vinnslu hjá Ísfélaginu en
einnig á markað. „Við höfum
verið að vinna 12-1400 tonn
af bolfiski í landi. Við höfum
ekki tekið ákvörðun um ann-
að en að þessi vinnsla verði
með sama sniði áfram, en
þetta er þó allt breytingum
háð.“
Í ólgusjó sterkrar krónu
Stór hluti kvóta Ísfélagsins í
norsk-íslensku síldinni fór til
bræðslu í ár, sem helgaðist
ekki síst af markaðsaðstæð-
um. „Hins vegar hefur stærst-
ur hluti af íslensku síldinni,
sem hefur verið að veiðast á
síðustu vikum, farið til mann-
eldis. Loðnuvertíðin var góð
ef við horfum til þeirra verð-
mæta sem við fengum út úr
henni, en hins vegar var
magnið lítið en það tókst að
Í S F É L A G I Ð
Viðburðaríkt og annasamt ár
- segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins í Eyjum
Fiskvinnsluhús Ísfélagsins voru að stórum hluta endurbyggð eftir stórbrunann 9. desember árið 2000, sem lagði hús félagsins meira og minna í rúst.
Mynd: Óskar P. Friðriksson/Vestmannaeyjum.