Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2007, Side 23

Ægir - 01.11.2007, Side 23
23 hefði ekki heimild til slíkrar ákvörðunartöku. Stjórnin taldi sig hins vegar í fullum rétti og vísaði til stofnsamnings félagsins. Í ágústmánuði 1964 barst stjórn Síldarvinnslunnar bréf frá Nesútgerðinni hf. sem gerði þá út tvo báta frá Nes- kaupstað en tilgangur útgerð- ar þeirra var meðal annars sá að afla fiskvinnslustöð Sún hráefnis yfir vetrartímann. Í bréfinu var Síldarvinnslunni boðið að kaupa skip Nes- útgerðarinnar en útgerð þeirra hafði gengið illa og stóð mjög höllum fæti þegar þarna var komið sögu. Stjórn Síld- arvinnslunnar fjallaði um bréfið og komst að þeirri nið- urstöðu að ekki væri rétt að kaupa skip Nesútgerðarinnar. Hins vegar leiddu umræður um útgerð á vegum Síld- arvinnslunnar til þess haustið 1964 að ákveðið var að láta smíða annað skip fyrir fyr- irtækið í Austur-Þýskalandi. Þar var um að ræða syst- urskip þess skips sem fyr- irtækið átti þegar þar í smíð- um. Í ársbyrjun 1965 hóf stjórn Sún að ræða þá hugmynd að selja Síldarvinnslunni fisk- vinnslustöð félagsins með öllu tilheyrandi. Mun hug- myndin um sölu framleiðslu- fyrirtækja og eigna Sún upp- haflega hafa komið frá banka- stjórum viðskiptabanka Sún og Síldarvinnslunnar. Töldu þeir æskilegt miðað við erfiða fjárhagsstöðu Sún og þróun atvinnulífsins og fiskveiðanna að Síldarvinnslan festi kaup á öllum helstu eignum Sún og annaðist rekstur þeirra í fram- tíðinni. Þannig byggði hug- myndin á því að dótturfyr- irtækið, Síldarvinnslan, keypti helstu eigur móðurfyrirtæk- isins Sún. Rekstur fiskvinnslustöðvar Sún hafði gengið erfiðlega eftir að hin svonefndu síld- arár gengu í garð og bolfisk- aflinn sem barst til fisk- vinnslustöðvarinnar var tak- markaður og fór í reynd minnkandi ár frá ári. Þessi staða leiddi til þess að Sún átti mjög erfitt uppdráttar fjár- hagslega og útilokað var talið að félagið fengi fyrirgreiðslu hjá bönkum og lánastofn- unum til að gera þær nauð- synlegu breytingar á rekstr- inum sem dygðu til að tryggja að fiskvinnslustöðin gegndi því hlutverki sem æskilegt væri fyrir fiskiskipaflotann og bæjarbúa. Síldarvinnslan var hins vegar talin hafa bolmagn til að gera fiskvinnslustöðina þannig úr garði að hún yrði rekin sem arðbært fyrirtæki sem legði áherslu á afkast- amikla frystingu síldar og jafnvel niðurlagningu á síld. Í janúarmánuði 1965 sam- þykkti hluthafafundur í Síld- arvinnslunni kaupin á eignum Sún og var endanlega gengið frá kaupunum í marsmánuði. Þar með hafði Síldarvinnslan tekið yfir starfsemi allra fram- leiðslufyrirtækja Sún en Sún hélt áfram rekstri verslunar auk þess sem félagið átti miklar eignir og ber þar helst að nefna eignarhlutinn í Síld- arvinnslunni. Með þeirri ákvörðun að hefja útgerð og með kaup- unum á eignum Sún var lagð- ur grunnur að því að Síld- arvinnslan yrði stórt og öflugt sjávarútvegsfyrirtæki með fjöl- þætta starfsemi. S A G A N Fyrsta löndunin í síldarverksmiðju Síldarvinnslunnar að hefjast að morgni 17. júlí árið 1958. Það var Gullfaxi NK sem kom með fullfermi. Mynd: Reynir Zoëga Síldarverksmiðja Síldarvinnslunnar að morgni 17. júlí 1958 en þann dag hófst móttaka síldar til vinnslu. Eins og sjá má á myndinni er byggingaframkvæmdum ekki lokið. Mynd: Reynir Zoëga.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.