Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2007, Page 19

Ægir - 01.11.2007, Page 19
19 S A G A N Síldarvinnslan hf. í Neskaup- stað var stofnuð hinn 11. des- ember árið 1957 og því var hálfrar aldar afmæli fyrirtæk- isins fagnað fyrr í þessum mánuði. Í tilefni tímamótanna kom út bókin Síldarvinnslan hf. Svipmyndir úr hálfrar aldar sögu sem Smári Geirsson skráði. Bókin er um 200 blað- síður og er hún prýdd á þriðja hundrað ljósmyndum sem gefa glögga mynd af þróun fyr- irtækisins. Bókin, sem kom út á 50 ára afmælisdaginn 11. des- ember sl., er hin glæsilegasta í alla staði Í formáli Þorsteins Más Baldvinssonar, stjórnarfor- manns Síldarvinnslunnar, seg- ir m.a. að það hafi löngum einkennt forsvarsmenn Síld- arvinnslunnar að þeim hefur verið annt um sögu fyrirtæk- isins og megi segja að um- hyggja þeirra fyrir sögunni sé einstök sé litið til sjávarút- vegsfyrirtækja. „Það er full ástæða til að þakka Smára Geirssyni fyrir vel unnið verk en honum hefur tekist að fjalla um sögu Síldarvinnsl- unnar á skilmerkilegan hátt í stuttu máli og þannig að öll- um helstu tímamótum í sögu fyrirtækisins eru gerð skil. Þá ber að geta myndefnisins í bókinni sem veitir upplýsing- ar um þróunina. Það er mikið ánægjuefni að á hálfrar aldar afmæli Síldarvinnslunnar skuli koma út frábær bók um sögu hennar og undirritaður er sannfærður um að hún eigi eftir að verða hinum fjöl- mörgu lesendum bæði fróð- leik og skemmtun,” segir Þor- steinn Már í formála bók- arinnar. Ægir hefur fengið góðfús- legt leyfi höfundarins, Smára Geirssonar, og Bókaútgáfunn- ar Hóla til þess að birta hér hér texta og myndir úr þess- ari nýju bók. Við birtum hér fjóra af fimm fyrstu köflum bókarinnar. Aðdragandi stofnunar Síldarvinnslunnar hf. Á sjötta áratug tuttugustu ald- arinnar jukust síldveiðar úti fyrir Austfjörðum og spáðu fiskifræðingar því að veiðarn- ar myndu halda áfram að aukast á næstu árum. Norð- firðingar eins og aðrir Aust- firðingar höfðu mikinn áhuga á að hagnýta silfur hafsins í ríkari mæli en gert hafði verið en aðstaða til síldarmóttöku í Fimmtíu ára saga Síldarvinnslunnar í Neskaupstað er komin út á bók: Öflug uppbygging í hálfa öld Síldarsöltun á Sæsilfri árið 1956. Úrgangurinn frá söltunarstöðinni fór til vinnslu í fiskimjölsverksmiðju Samvinnufélags útgerðarmanna sem gat unnið úr 30 tonnum á sólarhring. Mynd: Björn Björnsson.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.