Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 22

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 22
22 menn stofnfundinn og var þar samþykkt að stofna umrætt hlutafélag. Ákveðið var að fé- lagið skyldi bera nafnið Síld- arvinnslan og var sú nafngift í góðu samræmi við það hlut- verk sem því var ætlað að gegna. Á stofnfundinum var sam- þykktur stofnsamningur fél- ags ins og einnig voru lög fyrir félagið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Sam- kvæmt lögunum var tilgangur félagsins að eiga og reka síld- arverksmiðju, síldarverkun og annan skyldan atvinnurekstur í Neskaupstað. Stofnsamning- urinn kvað á um að hlutafé skyldi vera 500.000 kr. og á stofnfundinum höfðu verið gefin loforð fyrir 455.000 kr. Ákveðið var að taka á móti hlutafjárframlögum til 1. jan- úar 1958. Aðalhluthafinn í Síld- arvinnslunni í upphafi var Sún með 300.000 kr. eign- arhluta eða 60% hlutafjárins. Bæjarsjóður lagði fram 50.000 kr. og Dráttarbrautin hf. 40.000 kr. Afgangurinn, 65.000 kr., skiptist á 32 hlut- hafa sem hver um sig átti eitt þúsund til fimm þúsund króna hluti. Á stofnfundinum var ákveðið að ráðast í byggingu síldarverksmiðju eins fljótt og auðið væri en markmiðið var að hún gæti hafið vinnslu á næstu síldarvertíð. Stjórn hins nýja félags var falið að ákveða stærð verksmiðjunnar og standa fyrir framkvæmd- um við byggingu hennar. Bygging síldarverksmiðju Viku eftir stofnfund Síld- arvinnslunnar hf. ákvað stjórn félagsins að síldarverksmiðjan sem áformað var að byggja skyldi geta brætt allt að 2400 málum á sólarhring. Þegar var hafist handa við undirbúning framkvæmda og útvegun lánsloforða og ríkisábyrgðar. Vélsmiðjunni Héðni í Reykja- vík var falið að gera teikning- ar af verksmiðjunni og í mars- mánuði 1958 lágu teikningar fyrir. Þá hafði verksmiðjunni verið valinn staður í fjörunni innan við fiskvinnslustöð Sún og skyldu steinsteyptar hrá- efnisþrær byggðar austan verksmiðjuhússins. Samið var við Vélsmiðjuna Héðin um að reisa verksmiðj- una og koma fyrir öllum vél- búnaði en verksmiðjuvélarnar voru keyptar frá síldarverk- smiðjunni á Dagverðareyri. Síðan var samið við bygg- ingafélagið Snæfell hf. á Eski- firði um byggingu hráefn- isþróa. Gert var ráð fyrir því að framkvæmdum verktak- anna yrði að fullu lokið hinn 15. júlí um sumarið. Í byrjun aprílmánaðar hóf- ust framkvæmdir við bygg- ingu verksmiðjunnar og gengu þær vel. Vélar og tæki frá Dagverðareyri voru flutt austur auk mikils gufuketils sem skip dró frá Hafnarfirði til Neskaupstaðar. Gufuketill- inn var keyptur úr togaranum Venusi sem lá í Hafnarfjarð- arhöfn. Flatarmál verksmiðjuhúss- ins var 955 fermetrar og hrá- efnisþrónna 800 fermetrar. Ákveðið var að byggja ein- ungis helming þróarrýmisins í fyrstu og rúmaði hann tíu þúsund mál eða um 1360 tonn. Að morgni 17. júlí árið 1958 hófst móttaka síldar í hina nýju verksmiðju. Þessi dagur markaði tímamót í at- vinnusögu Neskaupstaðar og Síldarvinnslunnar og átti starf- semi verksmiðjunnar eftir að leggja grunn að öflugu fyr- irtæki. Grunnur lagður að öflugu fyrirtæki Frá því að síldarverksmiðja Síldarvinnslunnar tók til starfa árið 1958 og allt til ársins 1963 var starfstími hennar ár hvert fremur stuttur eða yfir- leitt frá því í byrjun júní og til ágústloka. Verulegar breyting- ar urðu hins vegar á rekstr- inum árið 1964 þegar haust- veiðar hófust á síldarmið- unum úti fyrir Austfjörðum og barst þá meira hráefni til verksmiðjunnar en áður og árlegur starfstími lengdist um- talsvert. Við þetta lengdist starfstími verksmiðjunnar og hún tók að skila enn meiri arði en áður. Árið 1965 hófst til dæmis vinnsla í verksmiðj- unni 11. júní og lauk ekki fyrr en 29. janúar árið eftir. Strax á árinu 1963 hófust umræður um að útvíkka starf- semi Síldarvinnslunnar. Í lok þess árs hafði stjórn fyrirtæk- isins borist erindi frá Sún þar sem þess var farið á leit að Síldarvinnslan aðstoðaði Sún við öflun hráefnis fyrir fisk- vinnslustöð félagsins yfir vetr- armánuðina. Í erindinu fór Sún fram á að Síldarvinnslan kannaði kaup á nýju fiskiskipi í þessu sambandi. Að loknum umræðum um erindi Sún tók stjórn Síld- arvinnslunnar þá ákvörðun að fyrirtækið skylda festa kaup á 264 lesta fiskiskipi sem smíða átti í Austur-Þýska- landi og afhenda í nóvember 1964. Þá ákvað stjórnin að at- huga með hvaða hætti fyr- irtækið gæti stuðlað að hrá- efnisöflun fyrir fiskvinnslu- stöð Sún yfir vetrarmánuðina fram að þeim tíma að nýja skipið kæmi. Sú athugun leiddi til þess að fyrirtækið tók vélbátinn Gullfaxa á leigu frá áramótun til miðs maí- mánaðar 1964. Ekki voru allir sáttir við að Síldarvinnslan hygðist hefja útgerð. Nokkrir útgerðarmenn í Neskaupstað rituðu stjórn fyrirtækisins bréf þegar ákvörðunin um að hefja út- gerð lá fyrir og mótmæltu á þeirri forsendu að stjórnin S A G A N Þannig auglýsti stjórn Samvinnufélags útgerðarmanna hlutafjársöfnun vegna fyr- irhugaðrar byggingu síldarverksmiðju í Neskaupstað. Auglýsingin birtst í viku- blaðinu Austurlandi 29. nóvember 1957. Fyrsta blaðsíða fundargerðar stofn- fundar Síldarvinnslunnar hf. Fundurinn var haldinn í bæjarþingsalnum í hús- inu Sómastöðum 11. desember 1957. Fundarstjóri var Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna en fundarritari var Axel V. Tulinius bæjarfógeti. Síldarverksmiðja Síldarvinnslunnar sumarið 1965. Mynd: Hjörleifur Guttormsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.