Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2007, Page 22

Ægir - 01.11.2007, Page 22
22 menn stofnfundinn og var þar samþykkt að stofna umrætt hlutafélag. Ákveðið var að fé- lagið skyldi bera nafnið Síld- arvinnslan og var sú nafngift í góðu samræmi við það hlut- verk sem því var ætlað að gegna. Á stofnfundinum var sam- þykktur stofnsamningur fél- ags ins og einnig voru lög fyrir félagið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Sam- kvæmt lögunum var tilgangur félagsins að eiga og reka síld- arverksmiðju, síldarverkun og annan skyldan atvinnurekstur í Neskaupstað. Stofnsamning- urinn kvað á um að hlutafé skyldi vera 500.000 kr. og á stofnfundinum höfðu verið gefin loforð fyrir 455.000 kr. Ákveðið var að taka á móti hlutafjárframlögum til 1. jan- úar 1958. Aðalhluthafinn í Síld- arvinnslunni í upphafi var Sún með 300.000 kr. eign- arhluta eða 60% hlutafjárins. Bæjarsjóður lagði fram 50.000 kr. og Dráttarbrautin hf. 40.000 kr. Afgangurinn, 65.000 kr., skiptist á 32 hlut- hafa sem hver um sig átti eitt þúsund til fimm þúsund króna hluti. Á stofnfundinum var ákveðið að ráðast í byggingu síldarverksmiðju eins fljótt og auðið væri en markmiðið var að hún gæti hafið vinnslu á næstu síldarvertíð. Stjórn hins nýja félags var falið að ákveða stærð verksmiðjunnar og standa fyrir framkvæmd- um við byggingu hennar. Bygging síldarverksmiðju Viku eftir stofnfund Síld- arvinnslunnar hf. ákvað stjórn félagsins að síldarverksmiðjan sem áformað var að byggja skyldi geta brætt allt að 2400 málum á sólarhring. Þegar var hafist handa við undirbúning framkvæmda og útvegun lánsloforða og ríkisábyrgðar. Vélsmiðjunni Héðni í Reykja- vík var falið að gera teikning- ar af verksmiðjunni og í mars- mánuði 1958 lágu teikningar fyrir. Þá hafði verksmiðjunni verið valinn staður í fjörunni innan við fiskvinnslustöð Sún og skyldu steinsteyptar hrá- efnisþrær byggðar austan verksmiðjuhússins. Samið var við Vélsmiðjuna Héðin um að reisa verksmiðj- una og koma fyrir öllum vél- búnaði en verksmiðjuvélarnar voru keyptar frá síldarverk- smiðjunni á Dagverðareyri. Síðan var samið við bygg- ingafélagið Snæfell hf. á Eski- firði um byggingu hráefn- isþróa. Gert var ráð fyrir því að framkvæmdum verktak- anna yrði að fullu lokið hinn 15. júlí um sumarið. Í byrjun aprílmánaðar hóf- ust framkvæmdir við bygg- ingu verksmiðjunnar og gengu þær vel. Vélar og tæki frá Dagverðareyri voru flutt austur auk mikils gufuketils sem skip dró frá Hafnarfirði til Neskaupstaðar. Gufuketill- inn var keyptur úr togaranum Venusi sem lá í Hafnarfjarð- arhöfn. Flatarmál verksmiðjuhúss- ins var 955 fermetrar og hrá- efnisþrónna 800 fermetrar. Ákveðið var að byggja ein- ungis helming þróarrýmisins í fyrstu og rúmaði hann tíu þúsund mál eða um 1360 tonn. Að morgni 17. júlí árið 1958 hófst móttaka síldar í hina nýju verksmiðju. Þessi dagur markaði tímamót í at- vinnusögu Neskaupstaðar og Síldarvinnslunnar og átti starf- semi verksmiðjunnar eftir að leggja grunn að öflugu fyr- irtæki. Grunnur lagður að öflugu fyrirtæki Frá því að síldarverksmiðja Síldarvinnslunnar tók til starfa árið 1958 og allt til ársins 1963 var starfstími hennar ár hvert fremur stuttur eða yfir- leitt frá því í byrjun júní og til ágústloka. Verulegar breyting- ar urðu hins vegar á rekstr- inum árið 1964 þegar haust- veiðar hófust á síldarmið- unum úti fyrir Austfjörðum og barst þá meira hráefni til verksmiðjunnar en áður og árlegur starfstími lengdist um- talsvert. Við þetta lengdist starfstími verksmiðjunnar og hún tók að skila enn meiri arði en áður. Árið 1965 hófst til dæmis vinnsla í verksmiðj- unni 11. júní og lauk ekki fyrr en 29. janúar árið eftir. Strax á árinu 1963 hófust umræður um að útvíkka starf- semi Síldarvinnslunnar. Í lok þess árs hafði stjórn fyrirtæk- isins borist erindi frá Sún þar sem þess var farið á leit að Síldarvinnslan aðstoðaði Sún við öflun hráefnis fyrir fisk- vinnslustöð félagsins yfir vetr- armánuðina. Í erindinu fór Sún fram á að Síldarvinnslan kannaði kaup á nýju fiskiskipi í þessu sambandi. Að loknum umræðum um erindi Sún tók stjórn Síld- arvinnslunnar þá ákvörðun að fyrirtækið skylda festa kaup á 264 lesta fiskiskipi sem smíða átti í Austur-Þýska- landi og afhenda í nóvember 1964. Þá ákvað stjórnin að at- huga með hvaða hætti fyr- irtækið gæti stuðlað að hrá- efnisöflun fyrir fiskvinnslu- stöð Sún yfir vetrarmánuðina fram að þeim tíma að nýja skipið kæmi. Sú athugun leiddi til þess að fyrirtækið tók vélbátinn Gullfaxa á leigu frá áramótun til miðs maí- mánaðar 1964. Ekki voru allir sáttir við að Síldarvinnslan hygðist hefja útgerð. Nokkrir útgerðarmenn í Neskaupstað rituðu stjórn fyrirtækisins bréf þegar ákvörðunin um að hefja út- gerð lá fyrir og mótmæltu á þeirri forsendu að stjórnin S A G A N Þannig auglýsti stjórn Samvinnufélags útgerðarmanna hlutafjársöfnun vegna fyr- irhugaðrar byggingu síldarverksmiðju í Neskaupstað. Auglýsingin birtst í viku- blaðinu Austurlandi 29. nóvember 1957. Fyrsta blaðsíða fundargerðar stofn- fundar Síldarvinnslunnar hf. Fundurinn var haldinn í bæjarþingsalnum í hús- inu Sómastöðum 11. desember 1957. Fundarstjóri var Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna en fundarritari var Axel V. Tulinius bæjarfógeti. Síldarverksmiðja Síldarvinnslunnar sumarið 1965. Mynd: Hjörleifur Guttormsson.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.