Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 43

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 43
43 með hæfilega fínu sigti (mynd 8) til að safna þeim lífverum sem áhugi er fyrir. Við rann- sóknir á botndýrum er oft notað hálfs mm sigti, en þá verður eftir mikið af krabba- dýrum, skeldýrum og bursta- ormum. Eftir að sigtun er lokið þarf að tína dýrin úr sýnunum og greina þau til tegunda eða hópa. Þessi vinna fer fram undir víðsjá (mynd 9) og er tímafrekasti liður rannsókn- arinnar og lítið hægt að gera til að flýta fyrir. Eftir að grein- ingu lýkur eru niðurstöður settar fram í töflum og fjöl- breytni og fleira reiknuð. Nið- urstöður eru síðan bornar saman við niðurstöður úr fyrri sýnatökum og þannig hægt að meta áhrif eldisins. Þekk- ing á lífríkinu áður en fiskeldi fer af stað gerir mögulegt að fylgjast með hvaða áhrif eldið hefur á umhverfið. Vísitegundir Eins og fram hefur komið eru rannsóknir á fjölbreytni botn- dýrasamfélaga tímafrekar og þar af leiðandi einnig dýrar, en æskilegt væri að þróa að- ferðir til að geta fylgst stöðugt með breytingum á samfélög- um. Til þess er verið að þróa aðferðir til að nota svokall- aðar vísitegundir til að sýna hvað breytingar eru að verða á samfélaginu, án þess að skoða alla lífveruhópa, heldur einungis fáar tegundir. Í sinni einföldustu mynd er bara fylgst með breytingum í fjölda einnar tegundar, eða hlutfalls- legum fjölda tveggja tegunda. Ástæða þess að þetta er mögulegt er að tegundir dýra bregðast mismunandi við líf- rænni mengun. Þannig sést á mynd 10 að hausormar, eða burstaormar af ættinni Cape- tellidae eru margir þar sem mengun er mest en lítið af öðru, en þar sem mengun er minni er meira af öðrum teg- undum. Hvíld eldissvæða Frá stórri eldiskví kemur svo mikið botnfall að nauðsynlegt er að skipuleggja hvíld svæða til að niðurbrot haldi í við uppsöfnun lífrænna efna. Hvíld eldissvæða er hægt að skipuleggja í tveimur fös- um. Í fyrsta lagi þarf að skil- greina eldissvæði fyrir eina kvíaþyrpingu, þar sem svæð- ið er nokkrum sinnum flat- armál fiskeldiskvíanna. Kví- arnar eru síðan færðar til inn- an þess svæðis þannig að botnfallið dreifist yfir hið skil- greinda svæði og niðurbrots- kraftar, dýr og örverur, sem háðar eru súrefni virki á full- um afköstum. Komi það í ljós að nið- urbrotskraftar haldi ekki í við uppsöfnun lífrænna leifa, þá og þá fyrst er nauðsynlegt að friða svæðið til að uppsafn- aður lífrænn úrgangur nái að brotna niður. Sjálfbærni Með rannsóknum á umhverfi sjókvía er hægt að skipuleggja hvíld eldissvæða. Slík hvíld gefur umhverfinu tækifæri á að endurheimta fyrri fjöl- breytileika og sem til lengri tíma litið gerir sjókvíaeldi sjálfbært og vistvænt. Lokaorð Þorskeldi í sjókvíum hefur aukist mjög við strendur Ís- lands. Þessari aukningu fylgir aukið álag á lífríki sjávarins sökum þess að sjókvíar eru opin eldiskerfi og því ekki hægt að koma í veg fyrir að mengun af völdum lífræns úrgangs geti átt sér stað. Því má segja að með auknu eld- isálagi fylgi alltaf neikvæð áhrif á umhverfi sjókvía. Til að þessi atvinnugrein fái þrifist í sátt við umhverfið er nauðsynlegt að skipuleggja eldið frá byrjun og það verð- ur ekki gert nema vandaðar rannsóknir á umhverfinu liggi fyrir áður en byrjað er á eldi og síðan þarf að fylgjast stöð- ugt með. Þ O R S K E L D I Mynd 8. Sigtun á sýni. Mynd 9. Greining á dýrum undir víðsjá. Mynd 10. Fjöldi einstaklinga af mimunandi hópum miðað við mismunandi mengun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.