Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 17
17
svæði út af Reykjanesi og
Háfadýpið austan við Vest-
mannaeyjar. Betur má þó ef
duga skal.“
Lengjum úthaldið
Hver leiðangur á Árna Frið-
rikssyni er að jafnaði þriggja
til fjögurra vikna úthald. „Oft
eru þetta rétt rúmar tvær vik-
ur, við erum að minnsta kosti
sjaldan skemur en tvær vik-
ur,“ segir Guðmundur sem er
með fimmtán manns í áhöfn.
Þar við bætast vísindamenn
sem oft er fimm til tíu manna
hópur en raunar ræðst fjöld-
inn alfarið af verkefnum
hvers leiðangurs.
„Hér um borð er alltaf
fiskifræðingur með aðstoð-
armenn, sem meðal annars
sitja yfir fiskileitartækjum og
öðrum búnaði og fylgjast
með, til dæmis ef sést til
lóðninga. Vísindamennirnir
sinna fjölmörgum verkefnum
öðrum svo sem sýnatöku og
slíku, meðal annars í sam-
vinnu við sjómennina um
borð. Þegar við erum í vist-
fræði- og sjórannsóknum eru
sérfræðingar á því sviði um
borð og síðan eru allt að tíu
manns í hvalatalningunni og
standa vaktina hér í brúnni
og uppi í turni. Úthaldið hjá
okkur á ári hverju eru um
það bil 190 til 200 dagar en
þeim þarf nauðsynlega að
fjölga. Mér þætti eðlilegt að
við værum úti svo sem 300
daga, enda eru mörg brýn
verkefni sem þarf að sinna.“
Gjörþekktum grynningarnar
Guðmundur Bjarnason segir
þau 31 ár sem hann hefur
verið á skipum Hafrann-
sóknastofnunar hafa verið af-
skaplega skemmtilegan tíma,
enda verkefnin fjölbreytt.
Margt sé minnisstætt, enda
þótt sumt rísi hærra en ann-
að.
H A F R A N N S Ó K N I R
Skipstjórinn á útkíkki.
„Mér hefur fundist
afskaplega gaman að vinna
með þessum vísinda -
mönnum enda gefur
það manni skemmtilega
sýn á hlutina.“