Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Það er vandséð að ársins 2007 verði minnst með sérstakri hlýju í íslenskum sjávarútvegi. Ákvörðun um gríðarlega mik- inn niðurskurð þorskaflaheimilda ber þar hæst. Menn höfðu fyrirfram búist við að til niðurskurðar myndi koma, en hann reyndist meiri en flestir ef ekki allir höfðu búist við. Nú þegar hefur verið margt sagt og skrifað um þessa ákvörðun og því ástæðulaust að fara nánar út í þá sálma hér. Um það eru flestir sammála að meginþungi áhrifanna af þessum niðurskurði komi ekki í ljós fyrr en líða tekur á næsta ár þegar kvótinn gengur til þurrðar. Fyrirfram má ætla að fisk- vinnslufyrirtæki komi almennt til með að loka vinnslunum lengur en áður yfir sumarmánuðina og grípa til annarra að- gerða sem óhjákvæmilega koma bæði við starfsfólk í landi og úti á sjó. Í þeim ólgusjó sem íslenskur sjávarútvegur óneitanlega er að glíma við í þessum niðurskurði þorskaflaheimilda er mik- ilvægara en nokkru sinni áður að stórauka hafrannsóknir við landið og sem betur fer virðist sem stjórnvöld hafi markað um það stefnu. Hvað sem hver segir vitum við ekki nægilega mikið um hið flókna lífríki í sjónum og hvernig hinar ýmsu breytingar í umhverfinu geta kollvarpað mynstri ákveðinni nytjastofna. Þetta á til dæmis við um þorskinn, síldina, loðnuna o.s.frv. Það er líka ánægjulegt að samráð virðist nú vera meira við sjómenn en oft áður. Auðvitað er það algjör- lega nauðsynlegt að gagnkvæmt traust og upplýsingaflæði sé milli vísindamanna og fiskimannanna. Það er ein af grunn- forsendum þess að okkur miði eitthvað fram á veginn við að ná utan um flókið samspil líffræðilegra breyta í hafinu. Sjávarútvegurinn hefur verið burðarás í atvinnulífinu út um hinar dreifðu byggðir og þannig er það ennþá. Víða er ekki auðvelt að sjá að eitthvað annað komi í staðinn fyrir sjávarút- veginn, einkum þar sem þannig háttar landfræðilega að fáum öðrum atvinnutækifærum verði við komið. Það hefur löngum verið mikil tregða af hálfu hins opinbera að færa störf frá höfuðborgarsvæðinu út á land. Ekki veit ég af hverju nema ef væri vegna þess að embættismennirnir í viðkomandi stofnunum leggjast alfarið gegn því að færa sig út fyrir höfuðborgina. Þeir gætu þar með misst vinnuna! Rík- isvaldið verður að taka sig saman í andlitinu og bæta úr þessu. Niðurskurður þorskaflans skiptir höfuðborgarsvæðið litlu máli í atvinnulegu tilliti, en hann er þungt högg fyrir landsbyggðina. Eitt af þeim trompum sem ríkisvaldið hefur á sinni hendi er að færa opinber störf út á land. Í þessu ástandi verður að gera þá kröfu að nú verði gert átak í þessum efn- um. Það duga engar afsakanir lengur. Það liggur fyrir sláandi skýrsla sem segir alla söguna um að opinberum störfum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár, en landsbyggðin situr eftir. Nú skal ekki vanþakkað sem vel hef- ur verið gert í þessum efnum. Í sjávarútvegsgeiranum hefur Matís t.d. verið að fjölga störfum úti á landi og sömuleiðis Fiskistofa, en það er hægt og verður að gera miklu betur. Landsbyggðin verður að fá ný störf til þess að vega upp á móti niðurskurði þorskaflans næstu ár. Einkafyrirtæki hafa verið ríkinu miklu fremri í að setja niður ný störf á lands- byggðinni. Ég nefni sem örfá dæmi starfsstöðvar Miðlunar og Capacent á Akureyri og gríðarlega fjölgun skráningarstarfa innan veggja Sparisjóðs Siglufjarðar. Mér er minnisstætt þegar Þorsteinn aðaleigandi Eskju á Eskifirði sagði í viðtali sem ég tók við hann fyrir Ægi á árinu að hann fagnaði því að álver Alcoa á Reyðarfirði væri komið í rekstur því það létti miklum byrðum af sjávarútvegsfyrirtækj- um eins og Eskju, sem væru burðarásar í sínum byggðarlög- um og því með þau á herðunum. Í ljósi þorskaflaniðurskurð- arins á miðju þessu ári, hvernig halda menn að ástandið væri á Mið-Austurlandi ef Fjarðaál væri ekki komið í rekstur? Ég get ekki svarað því, en mig grunar að það væri afar bágborið. Auðvitað er ástæðulaust að vera fram úr hófi svartsýnn í upp- hafi nýs árs, en það er hins vegar ástæða til að óttast að áfram muni herða að í sjávarútveginum og þar með muni halda áfram að herða að landsbyggðinni. Ægir, sem fagnaði 100 ára afmæli á árinu, þakkar lesend- um og landsmönnum samfylgdina á árinu og óskar þeim gæfu og gengis á árinu 2008. Fiskimenn milli skips og bryggju Að frátöldum þorskniðurskurðinum þá er ljóst að sá þáttur annar sem mest og verst áhrif hefur haft á þá sem tengjast sjávarútveginum er sú hávaxtastefna sem fylgt hefur verið í peningamálum þar sem gengi krónunnar hefur verið haldið svo háu, að ef ekki hefðu komið til verulegar afurðaverðs- hækkanir í erlendri mynt þá væri sjávarútvegurinn mun verr staddur en raun ber vitni. Í þeim mótvægisaðgerðum sem kynntar voru í kjölfar kvóta- úthlutunar var fjölmargt kynnt til sögunnar sem létta skal róðurinn fyrir þá sem fyrir búsifjum verða að völdum sam- dráttarins. Áberandi er hversu víða var gert ráð fyrir að hlaupa undir bagga með þeim sem störfuðu við svokölluð afleidd störf frá fiskveiðunum sjálfum. Fiskimennirnir sjálfir virðast einhvern veginn hreinlega hafa lent á milli skips og bryggju ef svo má að orði komast. (Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins, í ræðu á þingi sambandsins undir lok nóvember sl.). Ábyrgar tillögur um 220 þúsund tonn Ég hef verið í trilluútgerð síðan árið 1990 og ég fullyrði að þorskstofninn sé í mjög góðu standi núna. Engan sjómann hef ég hitt sem hefur áhyggjur af því að þorskstofninn sé að hrynja. Tel ég því að tillögurnar um 220 þúsund tonnin séu mjög ábyrgar. Þó að reiknimeistararnir á Hafrannsóknastofn- un segi annað og haldi dauðahaldi í gömlu formúluna sína þrátt fyrir stórar skekkjur sem þeir sjálfir hafa viðurkennt. Á heimasíðu Einars Kristins Guðfinnssonar er að finna pistil sem er eins og talaður út úr mínu hjarta, þar sem færð eru gild rök gegn niðurskurði þorskkvótans. Pistillinn er hins vegar skrifaður af Einari Kristni sjálfum 2. nóvember 2002, þegar hann var formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis. Þá blasti við niðurskurður í þorski, þó það hafi aðeins verið svip- ur hjá sjón miðað við það sem Einar Kristinn Guðfinnsson hefur nú lagt til og fylgt eftir. Þau sjónarmið sem þarna koma fram hafa án vafa fleytt Einari langt í tvennum síðustu kosningum. (Gunnlaugur Finnbogason, form. Smábátafélagsins Eldingar á norðanverðum Vestfjörð- um í grein í Bæjarins besta á Ísafirði). U M M Æ L I Í ólgusjó um áramót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.