Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 8
8
K Ö F U N
Erlendur Bogason þekkir betur
en margur annar hvað býr í
hafinu við Ísland. Hann er
atvinnukafari og hefur tekið
þátt í mörgum athyglisverðum
rannsóknaverkefnum á atferli
nytjafiska. Hann kom á sínum
tíma að fundi hverastrýtanna í
Eyjafirði og tók ótrúlegar
myndir af þeim sem hafa verið
sýndar í sjónvarpi og blöðum
og tímaritum. Erlendur hefur
líka kafað niður að skipsflök-
um og svo mætti áfram telja.
Um þessar mundir vinnur
hann hörðum höndum að því
að koma miklum fjölda ljós-
mynda og myndbanda sem
hann hefur tekið í gegnum tíð-
ina á það form að hver sem er
geti skoðað efnið á heimasíðu
hans.
„Það má eiginlega segja að
ég hafi farið út í köfunina
þegar ég var á milli starfa.
Þetta var árið 1994 og þá var
í gangi töluverð ígulkeraplága
hérna í Eyjafirði. Við köf-
uðum eftir nokkrum ígulker-
um og fórum með þau vestur
í Stykkishólm þar sem var fyr-
irtæki á þeim tíma sem vann
ígulker. Þar var þá staddur
Japani, fulltrúi þarlends fyr-
irtækis sem keypti íslensk
ígulker, sem var mjög hrifinn
af gæðum ígulkeranna úr
Eyjafirði. Hann sendi í fram-
haldinu fjóra bandaríska ígul-
kerakafara til landsins og í
rúman mánuð var ég leið-
sögumaður fyrir tvo þeirra.
Eitt leiddi af öðru og ég fór
að kafa í auknum mæli eftir
ígulkerum, gerði það í nokkr-
um mæli í tvö til þrjú ár. Einn
daginn hóf ég störf sem rann-
sóknamaður hjá Hafrann-
sóknastofnunnini á Akureyri
og í framhaldinu vann ég að
ýmsum köfunarverkefnum hjá
Hafró, m.a. mikið með Karli
Gunnarssyni.“
Varð fljótt heltekinn af
köfuninni
„Ég tók atvinnuköfunarrétt-
indi árið 1997 og hafði fram
að þeim tíma fyrst og fremst
verið að prófa þetta eins og
hver annar – frá 1994. Miðað
við margan annan byrjaði ég
frekar seint að kafa. Flestir
byrja að kafa um eða innan
við tvítugt og hætta köfun um
fertugsaldurinn.
Um leið og ég fór að
kynnast köfuninni varð ég
heltekinn af henni og síðan
dró ekki úr áhuganum að fá
fljótlega tækifæri til þess að
fara í rannsóknaköfunina og
kynnast um leið fræðunum
og lífríkinu. Ekki var verra að
njóta handleiðslu Karls Gunn-
arssonar, sem hefur kafað í
um fjóra áratugi og er því
með gríðarlega reynslu. Við
köfuðum víða saman – t.d.
við Surtsey og nýja hraunið í
Vestmannaeyjum. Þessi rann-
sóknaköfun gerði það að
verkum að maður fékk fljót-
lega tækifæri til þess að kafa
á svæðum þar sem enginn
hafði áður kafað. Það ýtti að
sjálfsögðu undir áhugann.“
Góður köfunarbúnaður fyrir
250 þúsund
Erlendur segir að venjulegur
útbúnaður kafara sé ekki svo
óskaplega dýr. „Það er hægt
að fá mjög góðan köfunar-
búnað fyrir um 250 þúsund
krónur. En þegar er komið út
í atvinnuköfun er nauðsynlegt
að eiga líka myndbandstöku-
vél, myndavél, suðubúnað,
aðflutt loft, talsamband o.fl.
Allur þessi búnaður er tölu-
vert dýr – hleypur á nokkrum
milljónum króna.“
Erlendur segir að í raun sé
það ekki háð ströngum skil-
yrðum að fá að kafa. „Hver
sem er getur í rauninni labb-
Löngum
stundum undir
yfirborði sjávar
- spjallað við Erlend Bogason, atvinnukafara
Steinbítur að bíta á agnið í Þistilfirði.
Stundum eru þorskarnir rauðir, en þessi þorskur í Þistilfirði er óvenju rauður,
eiginlega eins og karfi!