Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 27

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 27
27 F I S K I B Ó K Á síðasta ári kom út bókin IMA- GES of FISHERMEN: The North Atlantic, sem gefur afar skemmtilega sýn á fiskveiðar í Norður-Atlantshafi – ekki síst með augum ljósmyndarans Mariu Olsen, en einnig skrifa þeir Menakhem Ben-Yami og Búi Tyril, sem er eiginmaður Mariu, stórskemmtilegan og fróðlegan texta bókarinnar. Full- yrða má að hér er um að ræða einstaka bók um fiskveiðar við norðanvert Atlantshaf. Bókin var gefin út í fyrra, en fæst nú hér á landi í verslunum Pennans. Lifandi myndir Í IMAGES of FISHERMEN er leitast við að varpa ljósi á leiðandi fiskveiðiþjóðir við norðanvert Atlantshaf. Bókin veitir innsýn í fiskveiðar Fær- eyinga, Hjaltlandseyinga, Ís- lendinga og Grænlendinga. Myndir Mariu Olsen, sem eru um 200 talsins í bókinni, eru í senn lifandi og magnaðar. Hún hefur greinilega nálgast viðfangsefnið af sérstakri næmni. Sýnir lesandanum mismunandi veiðiskip – t.d. botnfiskveiðar, uppsjávarveið- ar, net- og línuveiðar. Búi Tyril skrifar yfirlitskafla um sögu fiskveiða fjögurra áðurnefndra eysamfélaga í Norður-Atlantshafi og fisk- veiðiráðgjafinn Menakhem Ben- Yami, sem meðal annars hefur starfað á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna að fiskveiði- málum og hefur skrifað ótelj- andi fjölda fræðigreina um fiskveiðistjórnun, skrifar fræði- rit gerð í þessa bók um fisk- veiðistjórnun samtímans með áherslu á færeyska fiskveiði- stjórnunarkerfið. Ljósi varpað á sjómennskuna Í inngangsorðum bókarinnar segir Maria Olsen að þegar hún kom til Færeyja fyrir nokkrum árum hafi hana undrað að fiskveiðum hafi ekki verið gerð viðhlítandi skil á bók og þannig sé unnt að sýna fólki sem býr í stór- borgunum þá sögu sem býr að baki þess að það fær fisk- inn úti í næstu búð. Maria ákvað sjálf að ráða bót á þessu og umrædd bók er af- rakstur þeirrar ákvörðunar. Maria rifjar upp að hún sé og hafi á vissan hátt verið tengd fiskveiðum og lífi sjómanns- ins. Afi hennar, Færeying- urinn Sámal Jacob Olsen, var skipstjóri og gerði út eigin bát árum saman. Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar var hann einn af þeim sem lagði sig í ómælda hættu við að flytja þorsk frá Íslandsmiðum til Bretlands. Margir urðu að lúta í lægra haldi fyrir ógnum stríðsins, sem kunnugt er. Þetta voru sannkallaðar háskaferðir. Þrátt fyrir alla tækni dags- ins í dag og þægindi um borð í mörgum fiskiskipum, að minnsta kosti í samanburði við það sem eitt sinn var, seg- ir Maria Olsen að fiskveiðar séu ennþá hættuspil „og sjó- menn eru ennþá löngum stundum víðs fjarri sínum nánustu. Ég hafði áhuga á því að varpa ljósi á hvernig líf það er nú til dags að starfa um borð í fiskiskipum og deila reynslu minni með öðr- um,“ segir Maria. Myndirnar í bókinni tók Maria á árunum 2005 og 2006. Hún leitaði víða fanga – hér á Íslandi myndaði hún um borð í línuskipum frá Grindavík. En hún sýnir einn- ig um borð í skip og báta í Færeyjum, Grænlandi og Hjaltlandseyjum. Maria Olsen gaf Ægi góð- fúslegt leyfi til þess að birta nokkrar myndir úr þessari mögnuðu bók og má sjá þær á næstu síðum. Ljósmyndir í bókinni tók atvinnuljósmyndarinn Maria Olsen. Sjómannslíf, sjómannslíf! - gluggað í athyglisverða bók um fiskveiðar í Norður-Atlantshafi – svipmyndir frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Hjaltlandseyjum Höfundar texta bókarinnar, Búi Tyril og Menakhem Ben-Yami. Kápa bókarinnar IMAGES of FISHER- MEN: The North Atlantic.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.