Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 15

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 15
15 „Sjómennskan er í sjálfu sér alltaf eins, sama hvert skipið er. Hins vegar tel ég engan vafa leika á því að störfin sem við á rannsóknaskipum sinn- um séu miklu fjölþættari en gerist nokkru sinni hjá koll- egum okkar á hefðbundnum fiskiskipum. Mér hefur fundist afskaplega gaman í þessu starfi, þar sem ég hef unnið með frábærum mönnum sem hefur verið dýrmætt að kynn- ast,“ segir Guðmundur Bjarnason, skipstjóri á Árna Friðrikssyni. Skip Hafró eru tvö: Bjarni Sæmundsson og Árni Frið- riksson, sem kom nýtt hingað til lands fyrir sjö árum, er 2.200 tonn, 70 metra langt, nær 14 metra breidd og er sérstaklega hannað til vísinda- rannsókna. Það var smíðað suður í Chile en var hannað hér heima af sérfræðingum Skipasýnar, þá með sérstöku tilliti til rannsóknaverkefna. Var meðal annars útbúið þannig að sem minnstur há- vaði kæmi frá því og það smygi sjóinn sem best. Þá er aðdrag skrúfubúnaðar þann- ig, að umhverfishljóð verði sem minnst, aukinheldur sem vélar skipsins hvíla á sérstök- um hljóðdeyfandi púðum. Föst snið og þríhyrningur „Ég var lengi skipstjóri á gamla Árna og taugin milli mín og þess skips var orðin ofsalega sterk. Það hafði ver- ið allmörg ár í notkun þegar ég tók við skipinu og sögu þess. En síðan kom nýr Árni sem ég sótti suður til Chile og það hefur tekið sinn tíma að kynnast skipinu. Slíkt gerist ekki á einu eða tveimur ár- um. Við getum að minnsta kosti sagt að taugin milli mín og skipsins sé orðin til staðar í dag, að minnsta kosti veit ég hvað bjóða má skipinu og hverjir eiginleikar þess ná- kvæmlega eru,“ segir Guð- mundur í samtali við blaða- mann þar sem við sitjum í skipstjóraíbúðinni í skipinu góða þar sem það liggur við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn. Það er stund á milli stríða, skipverjar eru nýkomnir úr Guðmundur Bjarnason hefur verið til sjós frá unglingsárum og þar af 31 ár á skipum Hafró: Sjómennska með vísindabrag Þeir Guðmundur og Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur hafa verið saman til sjós í áraraðir. „ Ég hef stundum sagt í gamni að Hjálmar tali helst aldrei um neitt annað en fjölskylduna, átthaga sína austur í Mjóafirði og svo loðnuna.“ H A F R A N N S Ó K N I R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.