Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 57

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 57
57 sem átti vatnið, með síld- arhausum. Þarna var mikil bleikjuveiði og maður, sem keyrði síld frá Raufarhöfn til Kópaskers fyrir pabba, var mér stundum innan handar við að koma aflanum til Rauf- arhafnar. Eitt sinn komst ég að því að hann hafði skotið undan töluverðu magni af bleikju en hún fannst fyrir til- viljun í fiskverkunarhúsinu. Ég tók mig þá til og gekk í hús á Raufarhöfn og gaf fólki bleikju í soðið.” Ári síðar var Óskar í sveit á Hellulandi í Skagafirði. ,,Bóndinn hafði farið í hálfsmánaðar sumarfrí með konu sinni og treysti mér og öðrum krökkum til að sjá um búskapinn. Samt voru þar 22 mjólkandi kýr en það var mjaltavélakerfi á bænum þannig að það var auðveldara en ella að sjá um beljurnar. Reyndar var móðir bóndans einnig heima en hún sinnti ekki búskapnum. Ég og ann- ar strákur ákváðum að fara í Héraðsvötnin einn daginn og ná okkur í bleikju í soðið. Við vorum með ádráttarnet og ég reri út á fljótið með netið. Það er óhætt að segja að við höfum fengið ríflega í soðið því við lentum á bleikjutorfu og aflinn fyllti heila kerru. Á þessum árum fórum við einu sinni sem oftar til Siglufjarðar. Við Gunni bróðir vorum í þessari ferð með pabba. Á Siglufirði keyptum við girni og Íslandsspón því pabbi var búinn að fá veiðileyfi fyrir okkur í Höfðavatni sem er innan við Þórðarhöfða í Skagafirði. Þegar þangað kom lagði pabbi sig en við bræð- urnir fórum til veiða í lækn- um sem rennur í vatnið. Við vorum ekki með veiðistöng, aðeins girnið og spóninn og þetta voru því nokkurs konar handfæraveiðar. Þarna lentum við í mokveiði. Það var stærð- ar bleikja á í hverju kasti. Ég man ekki hvað við vorum búnir að fá margar þegar pabbi vaknaði og tók af okk- ur veiðarfærin og fór sjálfur að veiða,” segir Óskar en því má skjóta hér inn að skrásetj- ari hefur heyrt margar fleiri sögur af miklum aflabrögðum í umræddum læk. Sú veiði heyrir reyndar sögunni til og líkast til má skrifa það á minkinn, þá skaðræð- isskepnu, sem víða hefur lagt fiska- og fuglalíf í rúst. Borguðum veiðileyfið með gömlum dagblöðum Á æskuárunum segist Óskar jafnan hafa farið með félaga sínum til veiða í hinum svo- kallaða Stokkseyrarlæk sem í dag gengur undir nafninu Voli og Baugsstaðaós. Einn fjölskylduvinurinn sá um að aka þeim í veiðiferðirnar. ,,Við fórum þangað austur nokkrum sinnum yfir sumarið og samningurinn við bónd- ann, sem var landeigandi, var sá að fyrir veiðileyfin fékk hann gömul dagblöð. Við fór- um síðar einnig oft í Með- alfellsvatn en þar átti fjöl- skylda vinkonu okkar úr Engihlíðinni, þar sem ég bjó þá, sumarbústað. Við gistum í bústaðnum og fengum veiði- leyfin á Meðalfelli. Eitt skipt- ið, þegar okkur bar að garði, var bóndinn búinn að selja leyfi fyrir allar stangirnar og við urðum því frá að hverfa. Okkur datt þá í hug að útbúa línu og beita hana og þessa línu lögðum við í vatnið. Við fengum nokkra fiska með þessu móti og þótt við höfum gert þetta í óleyfi þá var veiðihvötin skynseminni yf- irsterkari að þessu sinni. Óskar stundaði ekki mikið laxveiði fyrr en hann var kominn yfir tvítugt og var ferðinni fyrst heitið í eiginleg- an laxveiðitúr í Laxá í Leir- ársveit. ,,Ég fór fyrst í Leirársveit- ina með pabba og fleiri körl- um sumarið 1972. Síðan átti ég eftir að fara þangað oft til veiða. Ég og Bergþór Guð- jónsson, vinur minn og einn alharðasti veiðimaður sem ég hef kynnst, vorum þá við veiðar í hálfan mánuð í einu. Það var ekkert vandamál að fá laxveiðileyfi í þá daga og þau kostuðu ekki mikið. Við fengum yfirleitt leyfi hjá land- eigendum í Litla-Lambhaga og á Svarfhóli en einnig hjá hreppstjóranum í Stóra-Lamb- haga. Þegar Kristján í Kristal tók Laxá í Leirársveit á leigu fórum við að veiða með hon- um í ánni,” segir Óskar en þess má geta að hann var einnig leiðsögumaður banda- rískra veiðimanna og fleiri um margra ára skeið í ám eins og Þverá og Kjarrá, Laxá í Leir- V I Ð T A L Bestu jóla- og n‡árskve›jur Óskar Hrafn í fullum skipstjóraskrúða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.