Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2007, Side 57

Ægir - 01.11.2007, Side 57
57 sem átti vatnið, með síld- arhausum. Þarna var mikil bleikjuveiði og maður, sem keyrði síld frá Raufarhöfn til Kópaskers fyrir pabba, var mér stundum innan handar við að koma aflanum til Rauf- arhafnar. Eitt sinn komst ég að því að hann hafði skotið undan töluverðu magni af bleikju en hún fannst fyrir til- viljun í fiskverkunarhúsinu. Ég tók mig þá til og gekk í hús á Raufarhöfn og gaf fólki bleikju í soðið.” Ári síðar var Óskar í sveit á Hellulandi í Skagafirði. ,,Bóndinn hafði farið í hálfsmánaðar sumarfrí með konu sinni og treysti mér og öðrum krökkum til að sjá um búskapinn. Samt voru þar 22 mjólkandi kýr en það var mjaltavélakerfi á bænum þannig að það var auðveldara en ella að sjá um beljurnar. Reyndar var móðir bóndans einnig heima en hún sinnti ekki búskapnum. Ég og ann- ar strákur ákváðum að fara í Héraðsvötnin einn daginn og ná okkur í bleikju í soðið. Við vorum með ádráttarnet og ég reri út á fljótið með netið. Það er óhætt að segja að við höfum fengið ríflega í soðið því við lentum á bleikjutorfu og aflinn fyllti heila kerru. Á þessum árum fórum við einu sinni sem oftar til Siglufjarðar. Við Gunni bróðir vorum í þessari ferð með pabba. Á Siglufirði keyptum við girni og Íslandsspón því pabbi var búinn að fá veiðileyfi fyrir okkur í Höfðavatni sem er innan við Þórðarhöfða í Skagafirði. Þegar þangað kom lagði pabbi sig en við bræð- urnir fórum til veiða í lækn- um sem rennur í vatnið. Við vorum ekki með veiðistöng, aðeins girnið og spóninn og þetta voru því nokkurs konar handfæraveiðar. Þarna lentum við í mokveiði. Það var stærð- ar bleikja á í hverju kasti. Ég man ekki hvað við vorum búnir að fá margar þegar pabbi vaknaði og tók af okk- ur veiðarfærin og fór sjálfur að veiða,” segir Óskar en því má skjóta hér inn að skrásetj- ari hefur heyrt margar fleiri sögur af miklum aflabrögðum í umræddum læk. Sú veiði heyrir reyndar sögunni til og líkast til má skrifa það á minkinn, þá skaðræð- isskepnu, sem víða hefur lagt fiska- og fuglalíf í rúst. Borguðum veiðileyfið með gömlum dagblöðum Á æskuárunum segist Óskar jafnan hafa farið með félaga sínum til veiða í hinum svo- kallaða Stokkseyrarlæk sem í dag gengur undir nafninu Voli og Baugsstaðaós. Einn fjölskylduvinurinn sá um að aka þeim í veiðiferðirnar. ,,Við fórum þangað austur nokkrum sinnum yfir sumarið og samningurinn við bónd- ann, sem var landeigandi, var sá að fyrir veiðileyfin fékk hann gömul dagblöð. Við fór- um síðar einnig oft í Með- alfellsvatn en þar átti fjöl- skylda vinkonu okkar úr Engihlíðinni, þar sem ég bjó þá, sumarbústað. Við gistum í bústaðnum og fengum veiði- leyfin á Meðalfelli. Eitt skipt- ið, þegar okkur bar að garði, var bóndinn búinn að selja leyfi fyrir allar stangirnar og við urðum því frá að hverfa. Okkur datt þá í hug að útbúa línu og beita hana og þessa línu lögðum við í vatnið. Við fengum nokkra fiska með þessu móti og þótt við höfum gert þetta í óleyfi þá var veiðihvötin skynseminni yf- irsterkari að þessu sinni. Óskar stundaði ekki mikið laxveiði fyrr en hann var kominn yfir tvítugt og var ferðinni fyrst heitið í eiginleg- an laxveiðitúr í Laxá í Leir- ársveit. ,,Ég fór fyrst í Leirársveit- ina með pabba og fleiri körl- um sumarið 1972. Síðan átti ég eftir að fara þangað oft til veiða. Ég og Bergþór Guð- jónsson, vinur minn og einn alharðasti veiðimaður sem ég hef kynnst, vorum þá við veiðar í hálfan mánuð í einu. Það var ekkert vandamál að fá laxveiðileyfi í þá daga og þau kostuðu ekki mikið. Við fengum yfirleitt leyfi hjá land- eigendum í Litla-Lambhaga og á Svarfhóli en einnig hjá hreppstjóranum í Stóra-Lamb- haga. Þegar Kristján í Kristal tók Laxá í Leirársveit á leigu fórum við að veiða með hon- um í ánni,” segir Óskar en þess má geta að hann var einnig leiðsögumaður banda- rískra veiðimanna og fleiri um margra ára skeið í ám eins og Þverá og Kjarrá, Laxá í Leir- V I Ð T A L Bestu jóla- og n‡árskve›jur Óskar Hrafn í fullum skipstjóraskrúða.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.