Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2007, Page 26

Ægir - 01.11.2007, Page 26
26 Sjávarútvegsráðuneytið hefur undanfarið ráðstafað alls 645 milljónum kr. til ýmissa verk- efna í kjölfar niðurskurðar á þorskkvóta sl. sumar. Alls 570 millj. kr. eru til komnar vegna mótvægisaðgerða og á sú tala eftir að hækka sagði Einar Kr. Guðfinnsson í ávarpi sem hann flutti á 43. þingi Far- manna- og fiskimannasam- bands á dögunum. Alls 250 millj. kr. eru til komnar vegna niðurfellingar á veiðigjaldi á þorski á þessu fiskveiðiári „… en ómögulegt er að segja til um hver upp- hæðin verður á næsta fisk- veiðiári þar sem þetta er tengt afkomu greinarinnar. 150 millj. króna kr. alls á þremur árum eru til eflingar á togara- ralli Hafrannsóknastofnunar- innar og 120 millj. kr. skiptust jafnt á milli sex rannsókna- stofnana og -setra vítt og breitt um landið,“ sagði ráð- herrann. Hann bendi einnig á þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að efla samkeppnissjóði og hækka framlög til AVS- sjóðsins í fjárlögum 2008 um 50 millj. kr. Því til viðbótar hafi verið ákveðið að verja öðrum 50 millj. kr. til AVS og sé summan því samtals 100 millj. kr. Ráðherrann vék einnig að þeirri staðreynd að fjármunir til hafrannsókna hefðu aukist verulega. Stuðlað er að meiri fjölbreytni þar með því að styrkja sjávarrannsóknasetur út um landið og fé til sam- keppnisrannsókna tvöfaldað. Þá stæði til að efla togararall Hafró, sem áður segir. „Með þessum aðgerðum vildi ég freista þess að koma til móts við vel rökstuddan málflutning forystumanna ykkar og margra skipstjórn- armanna sem ég hef rætt við á umliðnum mánuðum í kjöl- far niðurskurðar aflaheimilda. Mér er það ljóst að við verð- um að gera allt sem unnt er til að það takist að gera sem mest verðmæti úr því sem veitt er og tryggja aðgengi að þeim fisktegundum sem við viljum ná,” sagði Einar Kr. Guðfinnsson. Þ I N G F A R M A N N A - O G F I S K I M A N N A S A M B A N D S I N S Margvíslegar mótvægisaðgerðir, segir sjávarútvegsráðherra: Aukið fé til útvegsins Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.