Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 23
TÍMARIT MÁLS OG MENXINGAR
17
ur til þess að fylgja fyrirmælum og vígorðum einhvers
sérstaks flokks. Höfðingslund lians bauð honum að fara
sínar eigin götur, og flokkur lians hneykslaðist stundum
alvarlega á orðum hgms eða framkomu. Einu sinni, um
1884, var liann hylltur i frjálslyndu kjósendafélagi i Höfn,
og í þakkarræðunni féllu honum þannig orð um
munn: „Ég veit ekki, hvort það er rétt að telja mig til
frjálslyndu stefnunnar, þyrði varla skilyrðislaust að kalla
mig frjálslyndan, lýðræðissinni lield ég varla, að ég vrði
nefndur. Lýðræðið var meðal, markið var það að ryðja
braut inn i andlegt líf og þjóðfélagslif Dana miklum, nýj-
um og auðugum menningarhugsunum.“
Hann var einnig i þjóðernismálum utan við róttæku
stefnuna. Hann varði danskt þjóðerni i Norðui’slesvig m,eð
lifi og sál gagnvart Þjóðverjum, bæði í ræðum og á prenti.
Hann skrifaði móti ofheldisstefnu Prússa, sem kennd var
við nafnið Ivöller. Uppgjafarstefna Ilörups í hermálum
var honurn ógeðfelld, hann kallaði liana „Selvopgivelsens
triste Budskap, hvorved Folkesjælen tager Skade“. Hug-
rekki og eldmóður hans var óþrjótandi, þegar hann varði
kúgaðar þjóðir, hvar sem var í Evrópu: Finna, Pólverja,
Gyðinga, Úkraínu- og Armeníumenn. Það skipti engu máli,
þó að hin djarflegu orð lians stofnuðu vinsældum hans í
hættu. Ivúgun og ofbeldi efldi þrákelkni hans.
Meðan á heimsstyrjöldinni stóð, reyndi liann að miðla
málum milli beggja stríðsaðila, en í óþökk heggja. Clem-
enceau sendi honum tóninn í þessum frægu orðum: „Adieu,
Brandes!“ Ef hann hefði lifað í Danmörku núna, mundi
hann hafa verið keflaður fyrir löngu.
Fylgismenn Brandesar hafa oft viljað telja hann í tölu
visindamanna. Þó að þetta kunni að vera rangt að sumu
leyti, skiptir það engu máli. Það gerir liann og ldutverk
hans hvorki stærra né minna, hvaða nafni við ætlum að
nefna hann í menningarsögu mannkynsins. Sjálfur hefur
hann látið í ljós, að ritskýring væri list, ekki vísindi. And-
stæðingar hans hafa reynt að sanna, að hann væri of per-
2