Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 38
Gunnlaugur Ó. Scheving:
Hræðslan við menninguna.
Tœkni og vélamenning siðari
tíma liafa breytt lifnaðarháttum
núlifandi kynslóðar mjög mikið.
Þegar nútímamaðurinn byrjaði
að vinna innan fjögurra veggja í
skrifstofum, sölubúðum, verk-
smiðjum ogiðjuverum,fór liann að
dreyma um náttúruna utan borg-
arinnar, um engi og akra, sól og
loft hinnar lifandi náttúru. Innan
veggja verksmiðjunnar lærði hann
að meta fegurð og verðmæti hins
frumstæða og upprunalega lifs i skauti náttúrunnar.
Þörfin fyrir kraft hinnar lifandi náttúru var byrjun til
nýrrar og voldugrar lireyfingar. Menn fóru að stunda úti-
veru i tómstundum sínum. Gönguferðalög um fjöll og'
óbyggðir, alls konar útiíþróttir, skíðaferðir, sund, sól-
böð og margt annað slíkt eru tiltölulega nýuppgötvuð
verðmæti, sem öll miða að því að gera manninn liraust-
ari og hamingjusamari en áður. Sú kynslóð, sem nú lifir,
þekkir fjörgjafarmátt binnar frumstæðu náttúru og þau
verðmæti, sem hún hefur að geyrna.
Myndlist tuttugustu aldarinnar er barn síns tíma. Bæði
málarar og myndhöggvarar síðustu áratuga komu auga
á uauðsyn hins frumstæða náttúrukrafts í listinni eins og
lífinu sjálfu. List hinna frnmstæðu meistara, eins og list
Ítala frá 12.—14. öld, list Egypta, Assyríumanna og margra
annarra gamalla menningarþjóða, sem áttu sterkan og