Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 83
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
77
anna og hefst við á Her, þegar hann staldrar við í höfuðstað
landsins á verferðum sínum. En þrátl fyrir þennan hvíldar-
lausa þrældóm, þessa menningardrepandi sjálfsafneitun og nið-
urlægingu, er liann alla æfi svo örsnauður, að tæplega inunar
iiársbreidd, að hann lendi þá og þegar á sveitinni með fjöl-
skyldu sina, verður meira að segja að iítillækka sig á náðir
hennar einn liungurveturinn og fær kaldar viðtökur.
Hvernig stendur á þessu? mun frómur lesandi spyrja. Hvern-
ig geta slík undur átt sér stað, að svona dugnaðarmaður, sem
stritar árið i kring baki brotnu og neitar sér lim allan veraldar-
munað, skuli samt sem áður alltaf liggja við sveit? Það er vegna
þess, að hann er saklaust lamb í alþjóðlegri refskák, sem leikin
er af þjófum og ræningjum.
Eftir 14 ára þrælkun i Skagafirði leitar hann norður tií Iiúsa-
vikur, kemst þar fyrst í mannabústað, síðan gamli flóttinn i
motdargrenið fyrir utan kaupstaðinn. Hinn andlegi aðall þessa
höfuðstaðar fyrirlítur hann. Konan skilur við hann. Tvö börn
hans deyja úr tæringu, bæði uppkomin. Hann stendur eftir
cinmana. Þá flýr þessi aldurhnigni erfiðismaður útí Flatev á
Skjálfanda, hefur ásett sér að reyna að byrja nýtt líf á æsku-
stöðvum sinum, jiar sem honuin hafði mistekizt ungum að verða
„mikilmenni". Þar stígur hann á land jafn allsvana og hann
lét þaðan úr höfn á lognkyrrum vordegi fyrir 39 árum. En von-
in um nýtt lif er blekking frómleikans, sem ekki hefur ennþá
skilið, að það er ekki hægt að vaxa í þjóðskipulagi þjófa og
ræningja.
En nú kemur það, sem lesandanum finnst eitt af Jjvi óskiljan-
legasta, sem hann hefur nokkurntima heyrt. Niðri i jiessu sólar-
lausa díki þrældóms og fátæktar kviknar i höfundinum ómót-
stæðileg ástríða til að fara að skrifa bækur. Þó er bókleg mennt-
un hans ekki meiri en það að vera sæmilega læs, eitthvað skrif-
andi og lítið lesinn. Fyrst ritar hann smásögur, svo rómana,
síðan bók um hákarlaveiðar, hverja bókina af annari. Þetta
bókagerðarstref opnar honum leið að nokkrum menntamönnum
í Reykjavík. Þangað flýr hann siðan alfarinn af æskustöðvum
sínum i Flatey og verður pallavörður á Aljiingi íslendinga. Þar
rækir hann starf sitt með svipaðri samvizkusemi og í verstöðv-
unum. En innræti Theódórs er lélegt efni í pólitiskan jiræl, og
þessvegna missir hann pallavörzluna. Nú á hann ekki annars úr-
kosti en að hverfa aftur í slorkrærnar í Vestmannaeyjum og
niðurí ræsagröft i götum höfuðstaðarins.
En um þessar mundir tekst Theódóri að pína sér út rithöf-
undarstyrk á Alþingi íslendinga, að vísu svo vesaldarlega úti-