Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 54
48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
keyptur, með því, að í höndum flestra mundu líming-
ar, sem fjarlægðust æ meir upprunamerkingu sína, ræna
tunguna meiri verðmætum en fyrir vrði bætt, auk glund-
roðans og hinnar þungu hyrðar, sem orðsetningin nýja
yrði nemendum og kennurum. Sakir glundroða allrar
orðsetningar mundi enginn lesandi geta treyst því í
blöðum né miðlungi vönduðum bókum, að eigi væri
þar helmingur líminganna rangur (sbr. dæmin í smá-
letrinu að framan). Þar með glataðist ritliáttarnákvæmn-
in, sem vinnast átti, að mestu. Orðskrípin mundu hlómg-
ast og tímgast hratt. Ég vil ekki liafa eftir að sinni þau,
sem ég þekki þegar og samrýmast flest reglum Þórbergs.
Metum saman missi og feng. Hvað væri við þetta
unnið?
Nei, réttlátar er skipt eins og nú er, að almúginn
heimski, sem orðsetning Þórbergs átti að létta mikl-
um lestrarvanda af, reyni að halda við málgreind sinni
með því að lesa og skilja hina ríkjandi orðsetning, en
rithöfundarnir gáfuðu glimi við það eins og hingað til
að haga svo orði, að hún valdi varla misskilningi.
Björn Sigfússon.
Jón Dan:
Anamaðkar.
Við höfurn öll séð þá læðast um tún og garða, þessa
hljóðlátu menn í húmi næturinnar. Þeir tína ánamaðka. Ef
ég verð seint fjTÍr, sé ég þá á Stjórnarráðsblettinum eða
Arnarliólstúninu, og stundum staðnæmist ég til þess að
virða þá fyrir mér. Þeir haga vérki sínu á mjög mismun-
andi hátt. Sumir læðast á tánum. og seilast hægt með hend-
inni að grassverðinum, þar til þeir grípa allt i einu með