Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 81
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
75
Theódórs aldrei orðið rithöfundum stílistískur ísbrjótur út úr
storku klassíkismans einsog sumt í æfisögu Sigurðar míns frá
Balaskarði. Hún er ekki heldur orðfærð af jafn frómri og eftir-
breytnifreistandi hreinskilni og æfisaga Jóns prófasts Stein-
grímssonar. Og ekki léttir hún af lesandanum þunga lífsstund-
anna með einni papagöju, þeirri eð kunni mannamól að tala
bæði á indíanisku, portógalísku og þýzku tungumáli, einsog
æfisaga vinar míns Jóns Indíafara.
En bók Theódórs stendur æfisögum þessara mætu manna samt
sem áður fyllilega á sporði sem lífssaga og menningarlýsing,
og að skýrleika í hugsun og skipulegum frásagnarhætti fer hún
langt framúr jieim öllum, enda rituð á tímum meiri bóklegrar
menningar. Æfisaga Theódórs er átakanleg skjalfesting á stór-
brotnu lífsstríði fátæks fjölskyldumanns og hinu kaldrifjaða,
miskunnarlausa umhverfi, sem þetta lifsstríð er háð i, og það
er þessi styrjöld, sem gefur bók hans sérstaklega gildi. Það er
rétt að taka það fram, að æfisaga Theódórs hefur líka þá yfir-
burði fram yfir æfisögu Sigurðar frá Balaskarði og Jóns pró-
fasts Steingrímssonar, að hún gerist í umhverfi, þótt það mætti
stundum vera litið eitt skýrar „útfært“.
Höfundurinn er fæddur í afskekktri annesjasveit á Norður-
landi og elzt upp á flötum eyjarhólma norður í íshafi. Einu
lieimsgæðin, sem lifið hefur þarna uppá að bjóða, eru óframúr-
ráðanleg fátækt, ill húsakynni, lélegur klæðnaður, vond veður
og afléttulaust strit fyrir einfaldasta mat og óbrotnasta drykk.
I slíku umhverfi skýtur engu upp úr jarðvegi sálarinnar, sem
heilbrigður maður gæti kennt við menningarlíf. Þar eru fáar
bækur, engir skólar, engin menningarsamtök, engin heilabrot
um lífsgátuna. Aðeins strit og lifsstríð: sjóróðrar og seladráp á
opnum byttum, iðulausar norðanhríðar, drukknanir, yfirvof-
andi hungursneyð og hafisar, sem stundum geta þó litið út eins-
og „fannhvítar álfaborgir“. Og svo koma fárra vikna sumur með
þokum og regnbrækjum og nokkrum heiðum sólskinsdögum
á milli. Þannig blasa við lesandanuin æskuár Theódórs Frið-
rikssonar.
Úr þessum skóla leggur hann af stað úti stóru lífsbaráttuna.
Hann fer í ver, og hann fer i annað ver. Það er leit hans eftir
hamingjunni. Hann verður skáldlega forlyftur í ungri vinnukonu
vestanúr Skagafirði. Ein yndisleg sumarnótt á Leirdalsheiði.
Lóan söng og spóinn vall, og það var ilmur úr grasi. Svo gift-
ast þau, og þá hætta öll fíól náttúrunnar að syngja. Hann reisir
bú á afdalakoti, en verður að hrökklast burtu þaðan og velkist
síðan hér og þar. Þá flytur hann burt úr fæðingarhéraði sinu