Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 62
56
TÍMAIUT MÁLS OG MENNINGAR
— AuðvitaÖ, sagði ég hughreystandi, þótt mér dytti reyni-
viðarteinungurinn í hug, kaup eru kaup, og hann getur enga
kröfu gert til þín. Þú hefur ekki verið óheiðarlegur, ekki
frekar en allir kaupmenn. Svona er nú verzluninni varið,
hvort sem um ánamaðka eða eitthvað annað er að ræða.
Sá slungnari græðir alltaf.
Hann lifnaði svolítið við. — Nú er ég húinn að tína dá-
lítið, sagði hann, og ef veðrið batnar aftur, get ég selt sjö
hundruð stykki eftir viku. Ég þarf hara að ala þá vel.
Honum varð að trú sinni, þessum ötula dreng, það var
komið sólskin og blíðviðri um morguninn. Þetta var á
laugardegi, og um klukkan fjögur fórum við frændi hans
heim til hans, því ég ætlaði að vísa honurn á mann, sem
vildi kaupa fimmtíu til hundrað maðka, ef hann ætti þá
til. Við komum að lokuðu húsi, en er við höfðum barið
skamma stund, kom strákur til dyra á nærbuxunum. —
Ég var sofandi, sagði hann, pabbi og mamma fóru með
krakkana upp í kartöflugarð.
— Ég ællaði að vísa þér á mann, sem vill kaupa fimmtíu
maðka, ef þú átt þá til, sagði ég.
Við vorum setztir inn, og hann var kominn i fatagarm-
ana á svipstundu, — ætli ég hafi það ekki til, sagði hann,
vill hann fá þá strax?
Ég játti því.
Hann hrá sér út um bakdyrnar, út í garðinn, og við
bjuggumst fljótlega við honum aftur, en þegar okkur tók
að lengja eftir honum, lögðum við af stað að leita lians.
Þá stóð hann í dyrunum, sneri í okkur haki, en ég sá, að
grannar herðar lians hristust eins og af innibyrgðum gráti.
— Hvað er að? spurði ég, og liann leit við, þrunginn af
ekka með társtokkin augu, og i báðum útréttum lófum
hans lágu nokkrir skorpnir og mjóir þræðir, sem einu
sinni höfðu verið bústnir ánamaðkar. Fyrir framan liann,
i ofurlítilli steinþró við dyrnar, lágu þornaðir og dauðir
maðkar í liundraðatali, sólin hafði drepið þá, en upp við