Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 29
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
23
ungum menningarsögunnar. Ileroworship (hétjudýrkun)
hans mótar frá þessum tímum allan ritferil lians á eftir
Nietzsche-kastinu, og það er eftirtektarvert að athuga, að
Georg Brandes liefur aðeins skapað eitt stórt verk, sem
getur kallazt yfirlitsverk, nefnilega „Meginstrauma“. En
einnig það er að mörgu leyti liægt að leysa upp í margar
einstakar persónulýsingar.
Fyrsti innblástur lians undir áhrifum þessara hugsjóna
hafði i för með sér fyrirlestrana um Goethe á árunum
1888—89, Goethe, sem ennþá er álitinn einn allra fjöl-
hæfasti snillingur, sem nokkurn tíma hefur verið uppi.
En fljótt sneri hann sér að Shakespeare, sennilega vegna
þess, að líf Shakespeares var hulin gáta, enginn vissi neitt
um hann, og margir hafa rakið verk hans til annarra höf-
unda. Að dómi Brandesar var þessi kenning fásinna ein og
sýndi aðeins smásálarlegan aulaskap. Þetta verkefni, að
ráða gátuna og lýsa Shakespeare af verkum hans, freistaði
hans. Hann fann i sér gáfur snillingsins til þess að skilja
og lýsa snillingi, og eftir 5 ára strit var verkinu lokið:
„William Shakespeare“ í þremur bindum (1894—95).
Brandes hefur sjálfur, bezt allra, lýst tilgangi verksins
i bókarlok, og enginn getur orðað það betur en meistar-
inn sjálfur: Sú er skoðun höfundarins, að þegar við höf-
um undir höndum liér um bil fjörutíu mikilsverð rit eftir
mann, þá sé það sjálfum oklcur einum að kenna, ef við
vitum ekkert um liann. Skáldið hefur fólgið allan persónu-
leika sinn i þessum ritum — undraverð mynd hans rís í
stórum, sterkum línum með lífsins hjarta lit upp úr hók-
um lians fyrir hvers þess sjónum, sem les þær með samúð
og skilningi, með heilhrigðri skynsemi og einfaldri tilfinn-
ingu fyrir því, hvað er snilli.
í síðustu heimsstyrjöld, sem að dómi Brandesar var
apoteosa vitleysu og fákunnáttu mannkynsins, sökkti hann
sér enn meira niður í lietjudýrkun og mannfyrirlitningu.
Hann fann uppörvun og sálarfrið í því að fást við hugsjónir
og verk snillinganna. Á örstuttum tíma sendi hann frá sér