Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 61
TÍMARIT. MÁLS OG MENNINGAR
55
sælda. — Að vísu býður hann tuttugu og einn eyri i stykk-
ið, en ég vil komast að þvi, hverjum hann selur, mér þyk-
ir hart að þurfa að láta liann hirða ágóðann, sagði hann.
Ég þagði, en hugsaði með mér, að hann yrði einhvern
tíma glúrinn kaupmaður.
Það liðu þrír dagar og liann þverskallaðist, en að morgni
hins fjórða dags var hann skollinn á með hellirigningu.
Ég var kominn svo vel inn i ánamaðkakaupskapinn, að mér
varð hverft við. Nú er hann húinn að tapa álitlegri upp-
hæð, hugsaði ég með mér, þarna hefur hann gert ljótu
skyssuna að selja ekki. Nú fellur verðið niður úr öllu valdi.
Hann rigndi í þrjá daga, það voru skúraleiðingar öðru
hvoru, og að kvöldi hins þriðja dags sá ég kunningjann
minn litla inni i garði og kallaði til lians. Hann kom bros-
andi og glaður til mín, hreinn og fallegur í framan með
skær og hlá augu undir slútandi derinu.
— Þú varst kjáni að selja ekki, sagði ég, —- falla nú
ekki maðkarnir í verði?
—■ Jú, sagði hann, mér er sagt, að þeir séu komnir
niður í fjórtán aura stykkið. Annars seldi ég.
Ég varð undrandi.
— Já, sagði hann íbygginn, auðvitað seldi ég. Ég vissi,
að liann var að lileypa í sig rosa. Heldurðu kannski, að
ég vinni ekki vísindalega ? Ég hringi daglega til veðurstof-
unnar, og þeir sögðu mér þarna um daginn, að liann
mundi líklega skella á með sunnanátt og rigningu um nótt-
ina. Auðvitað seldi ég þá um kvöldið. Fjögur hundruð og
þrjátíu maðka á tuttugu og einn eyri stykkið. Hann keypti
allt, svindlarinn, og borgaði út í hönd. En hann er árvitl-
ans blók, því nú vill hann skila möðkunum og fá pen-
ingana til baka, eða láta mig slá af þeim. En kaup eru
kaup, er það ekki? Er nokkuð óheiðarlegt við það?
Hann leit spyrjandi á mig og var ósköp áhyggjufullur,
svo bætti liann við, eins og til þess að afsaka sig: — Við
erum líka búin með peningana, pabbi borgaði reikning-
inn í búðinni með þeim.