Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 95
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
89
a'ð sá, sem gekk samhliða honum á götu, drægi ekki framfyrir
hann. Eða á sveitunga minn, sem vann það til að súpa á liland-
inu úr koppnum sínum til þess að láta ekki á sannast, að hann
brysti víkingslundina. Þessi tegund sjálfsvirðingar sýnist mjög
algeng í íslenzkri skapgerðarlist.
Að ýmsu öðru leyti á Theódór heima í hærra menningarlagi
en hann hefur orðið að gera sér að góðu að hafast við í. Hann
er mun meiri þrifnaðarmaður en gerist og gengur um stéttar-
bræður hans. Orðbragð hans er heflaðra, skaphöfn hans sora-
lausari, framkoma lians fágaðri, sjálfstjórn hans styrkari og
reglusemi hans meiri í liáttum og vinnubrögðum.
En sú gáfa yfirskyggir þó flesta aðra hæfileika Theódórs,
hve vel hann getur sagt frá og hve sæmilegt vit hann hefur á
því, livað er frásagnarefni.
Þannig sé ég persónu Theódórs Friðrikssonar í hinum sýni-
legu og földu línum æfisögu hans.
Theódór stóð við alla sína skuldbindingu við Alþingi íslend-
inga. En það var Alþingi, sem brast manndóm til að halda dreng-
skaparheit sitt við Theódór. Það fól Jónasi frá Hriflu yfirráð og
úthlutun á styrkjum til skálda og listamanna. Síðan hefur hvert
gerræðið rekið annað í úthlutun styrkjanna, allar skynsamlegar
meginreglur verið fótum troðnar einsog hvam’etna annarsstað-
ar, þar sem þessi sálsjúki mannhatari hefur komið nærri opin-
berum málum. Styrkirnir hafa verið látnir af hendi sem per-
sónulegar mútur, hefndir eða stríðni gegn einstökum skáldum
eða listamönnum. En sjálfur hefur formaður Menntamálaráðs
staðið í illdeilum við „viðskiptavinina“, hrúgað upp um þá
rakalausum svivirðingum í familiublaði sínu, rofið heimilisfrið
þeirra með skömmum og ógnunum í síma, hótað að láta taka
af þeim húsin, ræna þá lífsmöguleikum og þannig niðureftir
öllum götum. Svona skepnuskapur þekkist áreiðanlega ekki í
neinu menningarlandi. Þetta er orðið siðlausara en í nokkru
Tyrkiríi.
Theódór Friðriksson tilheyrði ekki liinum tryggu mútusug-
um i málaliði formanns Menntamálaráðs. Þessvegna lætur hann
tuskur sínar í ráðinu lækka styrk þessa snauða rithöfundar um
300 krónur á ári og gera Alþingi íslendinga þarmeð ómerkt
orða sinna. Arni Pálsson er eini meðlimur Menntamálaráðs, sem
er svo hreinskilinn að hafa tjáð mér bréflega, að hann hafi
þegið gjafir af „andlegum stórmennum“, sem „eigi verða til
aura metnar“. En þó er ekki kunnugt af meðferðinni á Theó-
dóri. Friðrikssyni, að af þessum gjöfum hafi staðið mikil and-
leg reisn í atkvæðagreiðslum Árna á fundum ráðsins. Enda er