Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 41
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
35
un til þess að berja því inn í menn, að liann viti góð skil á
þessum málefnum. Annars er erfitt að sjá, eftir hverju
hann fer, er hann viðurkennir eða fordæmir. Oft virðist
liann telja þá eina góða listamenn, sem eru löngu viður-
kenndir og helzt dánir. Stundum virðast stjórnmál ráða
sjónarmiði lians, en í öðrum lilfellum er farið eftir ýmsum
leyniþráðum, sem öðrum dauðlegum mönnum eru huldir.
Einuni listamanni er talið það til gildis, að hann hafi selt
útlendum mönnum fjórar myndir á einum degi, — þessir
útlendingar voru meira að segja verkfræðingar hjá fyrir-
tæki, sem slarfar i mörgum löndum. Ennfremur er sama
manni talið til gildis, að hann liafi alizt upp á sveitabæ
i sömu sýslu og Snorri Sturluson!
Það kemur víða fram i greininni, að liöf. telur mikla
sölu merki þess, að um afrek i listum sé að ræða. Virðist
liann álíta, að list sé aðallega varningur eða söluvara, sem
sé því hetri sem meira sé hægt að selja af henni.
Minnzt er þó á útlendan listamann, sem fékk 90 þús. kr.
fyrir að skreyta stórhýsi með myndum sínum, en þar sem
þessi ágæti listarnaður er svo ólánssamur að finna ekki
náð fyrir augum, lir. Jónasar Jónssonar, nefnir hann list
hans tízkuöldu, sem gengjð hafi eins og faraldur víða
um lönd. Sem sagt, salan er stundum neikvæður mæli-
kvarði.
Eftir að liafa rifið niður nútímalistir að eigin geðþótta
og fordæmt þær af mikilli gremju og skoplegum myndug-
leik, virðist greinarliöf. uppgötva, að hann er þess ekki
megnugur að meta listir að réttu. Skýtur hann máli sínu
til borgaranna og segir, að þeir séu æðsti dómstóll um
gildi listaverka. Þessi staðhæfing er liarla hjákátleg vegna
þess, að borgarar landanna hafa mjög misjafnan lista-
smekk og sitt sýnist hverjum. Smekkur borgaranna eða
„meirihluta“ þeirra hefur aldrei verið mælikvarði á gildi
listaverka. Það mætti nefna fjölda dæma þessu til sönn-
unar, en ég læt nægja að skýra frá því, að einn af heztu
listamönnum okkar hafði sýningu á verkum sínum fyrir
3*