Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 70
(54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
gang málsins, sem hann fylgist með af hinum mesta
áhuga. Hann játar, að í fyrstu liafi hann dregið i efa
jálningar sakborninganna. En er hann hafi atliugað
alla málavöxtu og virt fyrir sér háttsemi sakborning-
anna i réttarhöldunum, þá hafi hann komizt að þeirri
niðurstöðu, þótt ekki væri hann fús til þess, að liér hefði
verið um að ræða mikið samsæri gegn stjórninni. Sama
máli gegndi um málshöfðunina gegn Búkarín og félög-
um lians og hershöfðingjum Rauða hersins. Davies
kveður upp úr með það, að þetta hafi einnig verið álit
nær allra manna í liinum erlendu sendisveitum.
Það dylst ekki, að Davies hefur lagt hina mestu stund
á að kynnast sem bezt af eigin sjón og reynd þessu unga
sósíalíska þjóðfélagi, sem var svo gerólíkt því, er
hann var alinn upp við. Áður en hann fór úr land-
inu, tók hann sér mikla ferð á hendur um iðnaðar- og
landhúnaðarhéruð Rússlands og lýsir hann þessu í
ferðapistlum til stjórnar sinnar. Hann er Ameríkumað-
ur og finnst ekki til um allt á sviði mannvirkja. En liann
fær ekki annað en dáðst að þeim stórvirkjum, er þessi
bændaþjóð hefur afrekað á örfáum árum. Hrifnast-
ur er liann samt af fólkinu, sem hefur skapað hinn nýja
iðnað og hin samvirku stórbýli. Hann tekur alls stað-
ar eftir því, að verkfræðingarnir og forstjórarnir eru
allir ungir menn, alvörugefnir og dugandi, einlægir í
starfi sínu. Hann kynnist einnig ungviði sósialismans
á sumardvalarheimili einu, og tíu ára gamall snáði
leggur þessa samvizkuspurningu f jrrir sendiherra Banda-
rikjanna: „Hvers vegna leyfa Bandaríkin ekki, að vopn
séu flutt til lýðveldisstjórnarinnar á Spáni til að hjálpa
henni í hinni göfugu baráttu gegn fasistunum?“ Sendi-
herrann getur þess ekki, hverju hann hafi svarað liin-
um unga ráðstjórnarborgara, en spurninguna telur liann
táknræna um hugarfar ungu kynslóðarinnar í Rúss-
iandi.
I júnimánuði 1938 kvaddi Davies Rússland. Roosevelt