Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 96
90
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
það sumra grunur, að einhver minni karl hafi gaukað að
honum hýrgunum, sem verði til aura metnar, og að þær eigi
sér sterkari ítök i móral Árna á funduin Menntamálaráðs en
gjafir hinna stóru.
Þegar Theódór sat við að semja eina af beztu æfisögum, sem
ritaðar hafa verið á íslenzka tungu, varð hann að hætta verki
sínu í miðjum klíðum. Gamall, giktveikur og slitinn af löngu
lífsstriti varð hann að hverfa aftur niðurí gamla þrældóminn.
Og í þetta sinn var það elcki Jón Þorláksson, sem neitaði honum
um vinnu, lieldur var það brezliur her, sem bjargaði fjárhag hans.
Það er sjálfsagt gaman að geta gortað af því, að maður hafi
þegið gjafir af andlegum stórmennum, sem eigi verði til aura
metnar. En ég held það hljóti að vera ennþá meira gaman að
ávaxta þær þannig, að maður láti ekki kaupa sig einsog þjóf
til að stela af fátækum rithöfundi.
Þórbergur Þórðarson.
Skúli Þórðarson: Almenn stjórnmálasaga siðustu
tuttugu ára. Fyrra bindi. Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs. Reykjavík 1941.
Furðulegt má það heita um aðra eins söguþjóð og okkur ís-
lendinga, hve fálæklegt er um að litast í bókmenntum okkar á
sviði erlendrar sögu. Þvi verður þó ekki um kennt, að þjóðin
hafi ekki áhuga á erlendum viðburðum. Sá áhugi hefur jafnan
verið mikill liér á landi allt frá því, er Halldór Snorrason sagði
útfararsögu Haralds harðráða á Þingvöllum og þangað til Skirnir
Bókmenntafélagsins hætti að flytja árssögu heimsviðburðanna.
Og ef marka má útbreiðslu þeirra bóka, sem út koma í íslenzk-
um þýðingum og fjalla um erlenda viðburði, samtiðarsagan skrif-
uð af misjafnlega óljúgfróðum blaðamönnum, þá virðist íslenzk-
ur almenningur horfa enn forvitnisaugum yfir liin miklu höf,
sem skilur ísland frá heiminum og tíðindum hans.
Ef undan eru skildar beinaberar kennslubækur í veraldarsögu,
þá eigum við íslendingar ekki öðru til að tjalda en sögu Páls
Melsteds, sem orðin var úrelt, er hún var skrifuð; en öll frá-
sögnin er svo elskuleg, að maður fyrirgefur Páli gamla villurn-
ar og barnaskapinn og þakkar lionum þann unað, er liann hef-
ur veitt íslenzkum alþýðumönnum með bókum sinum.
Þegar betur er að gáð, er íslenzkum fræðimönnum samt nokk-
ur vorkunn, þótt þeir hafi ekki lagt mikið af mörkum til samn-
ingar veraldarsögu. Bókakosturinn er svo rýr í þeim efnum,
uð sérhver maður kemst fljótlega í þrot, ef hann langar til að