Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 25
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 207 er sagt. Hér að auki er varið nokkru fé til myndakaupa, en það er tekið af áfengissektum, og þótt allt sé til týnt, sem varið er til lista beint og óbeint, kemst það aldrei yfir 4%« af ríkistekj- unum. Upphæðin er líka algerlega ófullnægjandi, kemur i raun og veru engum að verulegu gagni. Allar greinir lista eiga við hin aumustu skilyrði að búa, eins og nægilega var skýrt frá áður. Listamennirnir geta ekki notið sín og bafa ekki ráð á að helga krafta sina listinni, þvi að þeir þurfa að vinna fyrir sér með öðrum störfum. Allir eru óánægðir með þelta ástand, hver á sínu sviði. Ekki er hægt að afsaka sig með, að fátækt ríkisins sé um að kenna. Nægilegt hefnr borizt í þjóðarbúið á undanförnum árum, þó að meginhluti þess virðist reyndar ganga á einhvern óskiljanlegan liátt úr greipum ríkissjóðs. Fjár- framlögin i þarfir lista svara til meðalágóða útgerðarmanns af einni fisksöluferð eins togara á árunum 1940—1941, eða kostn- aðar af starfi einnar nefndar, eins og skönnntunarskrifstofu rik- isins. Það er ekki unnt að bera slík rök á borð fyrir nokkurn mann, að rikið hafi ekki ráð á að verja margfalt meira fé til lista, og það eru ekki heldur nein rök fyrir því að láta það ógert. Það væri meira að segja ekki til mikils mælzt, þótt það legði fram í þessu skyni 5% af þjóðartekjunum, en það gerði nú 2.400.000 kr. — tvær miljónir og fjögur hundruð þúsund krón- ur. Ef svo væri gert, væri fyrst hægt að tala um rausn af hálfu rikisins. Þjóðin myndi mjög vel standa sig við þetta. Hún myndi fá þetta endurgoldið i auknum afrekum og glæsilegu starfi lista- manna sinna. Henni sjálfri væri það til frama, menningarþroska, álits og unaðar. Fyrir þessa upphæð mætti launa 80 listamenn, 20 rithöfunda, 20 myndlistamenn, 20 tónlistarmenn og 20 leik- ara með 5000 kr. árslaunum, og hafa samt afgangs tvær miljónir króna til að skapa íslenzkum listum betri skilyrði, leggja til byggingar listasafns, fullnaðarsmíði Þjóðleikhússins eða bygging- ar Tónlistarskóla, og til að kosta lislamenn ulan og fá lista- menn hingað erlendis frá. Ég er sannfærður um, að fyrir þessa upphæð, aðeins 5% af þjóðartekjunum, má gerhreyta á stuttum tíma öllum lifsskilyrðum íslenzkra lista — og slíkt ber ein- mitt að gera. Listamenn hafa í þingsamþykktum sínum bent Fyrstu verkefni á margt hið nauðsynlegasta, sem ber að gera framundan. fyrir listastarfsemi í landinu. Hið fyrsta er, að hætt sé ofsóknum gegn listamönnum, skipun Menntamálaráðs sé breytt i það horf, að listamenn sjálfir fái þar fulltrúa og íhlutunarétt um sín mál, Alþingi taki aftur í sin- ar hendur styrkveitingar til skálda og listamanna. Þá er nauð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.