Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 95
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
277
speglast i senn ótti þess og von: það er sjálft lítill fugl, sem
kann ekki við sig í hinu stálkalda „skjóli“ vopnavaldsins, en
þráir þá stund, er tækjum þess verður breytt í hæli handa smæl-
ingjum. Þegar þar að kemur, að skáld og fuglar eignast örugg-
ara lireiður og fá að syngja í friði um Sóley sína og Lilju, þá
mun Jón úr Vör taka djarfara flug. Spá mín er sú, að hann
láti ekki að sér hæða í sinni næstu bók.
Jóhannes úr Kötlum.
Halldór Kiljan Laxness: Vettvangur dagsins. Heims-
kringla h.f. Reykjavík 1942.
í þjóðsögum er getið um menn, er áttu töfrasprota og þurftu
ekki annað en slá með honum á klettaveggi, og þeir upplukust,
eða klappir, og upp spralt tær lind. Halldór Kiljan á slíkan töfra-
sprota. Hvar sem hann snertir við efni, lyftist hver hula, sem
áður grúfði yfir þvi, og sjálfur kjarni þess kemur í ljós. í upp-
hafi Vettvangs dagsins, Inngangi að Passíusálmum, slær Halldór
með töfrasprota sínuin á myrka hamraveggi 17. aldar, og sjá,
öldin lýkst upp: greinist í frumhugtök sin. Allt umhverfis Passiu-
sálmana og Hallgrim Pétursson verður skyndilega albjart og
jafnframt rís mynd snillingsins aðgreind frá grunni jarðvegs
og aldar í hæð, þar sem lengra að baki liillir undir höfunda
Völuspár og Hávamála. Mun leitun að finna ljósari skilgrein-
ingu verks og liöfundar og tiðaranda. Sýnir þessi ritgerð um
Passíusálma Hallgríms, hve mikluni árangri má ná í bókmennta-
rannsóknum, þegar snjall höfundur tekur sagnvísindi marxism-
ans í þjónustu sína. En efni alls ólík þessu láta höfundinum
engu síður. Er þar tilvalið dæmi ein síðasta ritgerðin í bókinni:
Landbúnaðarmál. 1 hvílíka vafninga og hnúta liafa málefni þess-
arar atvinnugreinar verið riðin og flækt, þar til engin ráð finn-
ast úr að greiða á neinn liátt. Hvergi hefur sézt i kjarna máls-
ins fyrir umbúðum og reyfum. Með skarpskyggni sinni og glöggri
skilgreiningu sviptir Halldór þessum umbúðum burt og geng-
ur beint að kjarna niálsins og leggur hann fram i allra augsýn.
Góð dæmi eru einnig ritdómar Halldórs, sem margt er af i
bókinni. í örfáum orðum getur liann skilgreint höfund og verk,
svo að höfuðeinkennin verða augljós, þó að vitanlega séu Hall-
dóri eins og hverjum manni, dálítið mislagðar hendur.
Einn meginþáttur bókarinnar, þegar frá eru talin bókmennta-
leg efni, eru pólitískar ritgerðir. Þann timann, sem samfylkingar-
baráttan var háð, stóð Halldór margoft í fylkingarbrjósti, ritaði
greinar og hélt ræður, sem ætíð skáru sig úr að einfaldleik og mál-
snilld. Þær eru að sjálfsögðu bundnar við þá stund, er þær voru