Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 56
Ólafur jóh. Sigurðsson:
Stjörnurnar í Konstantínópel.
Ég lagði heitar varirnar að glugganum, blés ákaft og
kepptist við að þíða klakahimnuna, unz dálítil vök
myndaðist á miðri rúðunni, umgirt hrímloðnum frost-
rósum. Ég sá fjallið og himininn, svellin í mýrinni fyr-
ir neðan túnið og snævi þakta heiðaflákana fyrir neð-
an mýrina. Úti var kyrrt og kalt: jólaföstuhúmið blán-
aði óðum, en tunglið var ekki komið upp og stjörn-
urnar langt úti í geimnum, ósýnilegar leitandi auga,
fjarlægar snauðum dreng, sem þráði hina silfurskæru
geisla þeirra. Þær koma bráðum, hugsaði ég. Þær eru
áreiðanlega á leiðinni hingað, eins og í gær, eins og
í fj'rradag, eins og alltaf í heiðskiru veðri.
En svo var mál með vexti, að stjörnurnar yfir fjall-
inu brunuðu út í ókunnan fjarska, þegar dagrenning-
in svipti rökkrinu af jöklinum í austri og lagðist ská-
liallt yfir mýrina fyrir neðan túnið; þær týndust eins
og draumur um munaðarvöru, en birtust aftur í ljósa-
skiptunum á kvöldin og röðuðu sér á himininn yfir
fjallinu, kvikar og tindrandi. Mér var ekki fyllilega
Ijóst, hvers vegna þær voru á þessu ferðalagi, hvers
vegna þær héldu eklci kyrru fyrir yfir eggjum fjalls-
ins og lofuðu mér að dást að sér; kannski þurftu þær
að raða sér á festinguna yfir öðru fjalli úti í geimnum,
kannski svolítill hær standi undir fjallinu úti í geimn-
um og svolítill drengur búi til auða vök á rúðunni?
Ef til vill fóru þær alla leið til Konstantínópel og sendu
hlíðan Ijóma inn um glugga kastalanna? Æ, það var
í rauninni afleitt, að vera svona lítill og geta ekki farið