Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 106
288
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Af góðum og gildum ástæðum liefur þessi áætlun
raskazt að öllu leyti nema því, að I. bindi I. M. kemur
út á tilsettum tíma. En ástæðurnar eru þessar:
1) Islenzkar minjar liurfu alveg úr sögunni í bráðina.
2) Sigurður Þórarinsson fil. lic., sem var hér á landi
sumarið 1939 og tók þá að sér að semja mikinn hluta
af lýsingu landsins, ætlaði að koma heim sumarið 1940
og vera hér, unz því verki væri lokið. En vegna stvrj-
aldarinnar tafðist ferð hans, og er hann nú í Stokk-
liólmi og undir heimsviðburðunum komið, hvenær hon-
um gefst tækifæri til heimfarar. — Hins vegar hefur
hæði ritstjóra, öðrum höfundum Islandslýsingarinnar
og félagsstjórn komið saman um, að skerfur hans og
ráð mættu alls ekki missa sig — og þvi siður sem þessi
lýsing verður nú öll rækilegri en fyrst var áætlað og
einkum hinn jarðfræðilegi hluti hennar.
3) Þess er því engin von, að útgáfu fimm bindanna
verði lokið 1943. íslenzk menning hefur bæði hreytzt
svo að skipun og fyrirferð, að vel má heita farið, ef
II. h. getur komið út 1943 (samkvæmt upphaflegri á-
ætlun) og III. b. 1944. — Um íslandslýsinguna fer eftir
því, hvenær Sigurður Þórarinsson sleppur heim. Er ekki
vonlaust, að það geti orðið þá og þegar.
En eitt loforð skal gefið lesendum lslenzkrar menn-
ingar og Arfs íslendinga vfirleitt: Það mun jafnan
verða látið sitja í fyrirrúmi, að vandað sé til ritanna
á allan hátt, en hraðinn talinn minna máli skipta. Og
með þá stefnu vona eg, að þeir verði ánægðastir, þeg-
ar frá líður.
Sigurður Nordal.