Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 40
222
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hins hógværa manns: Væri ekki mál til komið, að for-
eldrar og leiðtogar kenndu ykkur að tala eins og sið-
uðum mönnum samir? — Það væri sannarlega mál til
komið! Orðbragð segir til um innra mann.
Áróðurinn er áfellisverðari, einkum frá listarsjónar-
miði. En þar er þess að gæta, að viðkvæmni Halldórs
er með fádæmum. Það, sem framar öllu öðru einkenn-
ir liann frá bj'rjun, er, að hann þolir ekki að sjá eymd-
ina og ámáttleikann í kringum sig. Það sker liann i
hjartað og dýpra en í hjartastað, — í sálina. Hann æp-
ir! Skelfingin yfir kvölum, villuráfi og vanmætti mann-
kynsins grípur hann sem æði: Þetta má ekki við gang-
ast! Hann leitar í guðs hús; — en guð er fjarlægur og
ekki undir það húinn að gera hráðan bata á veröld-
inni og kjörum mannkynsins í veröldinni. Halldór unir
því ekki, að ekkert sé hægt að gera, þar sem svo mörg-
um líður illa — og svo margir fara afvega. Hann hættir
við að verða helgur maður og sætta sig við vankanta
sköpunarverksins í yfirholdlegri hrifningu, — a.m.k.
hættir hann við að ganga í helgan stein. Hann ekur
nökkva sínum á önnur höf.
Hvert er að leita? Fyrir sjónum hans verður skipu-
lag, sem er jafn öfgakennt og óbilgjarnt og hann sjálf-
ur: reiðubúið að leggja allt í sölurnar fyrir hugsjón-
ir, sem eiga að hæta heiminn — eða þó kjör mann-
kynsins í heiminum. Hvað er í sjálfu sér eðlilegra en
Halldór snúi sér með ölium sinum eldhuga þangað, sem
honum virðist eina vonin falin?-------
Af listamanni er ekki með sanngirni hægt að krefj-
ast annars en þess, að hann skrifi, teikni eða tálgi eins
og honum hýr í brjósti. Hitt er mönnum svo vitanlega
í sjálfsvald sett, hvernig mönnum „lika“ verk lians.
Ég er að meira eða minna leyti sammála þeim, sem
finna að því lijá Halldóri, að ýmislegt í hókum hans
sé ekki hollt fvrir liörn og unglinga. Ég vildi meira að
segja leggja til við hann, að liann, þegar þar að kem-