Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 31
I'lMARIT MÁLS OG MENNINGAH
213
Halldór Kiljan Laxness, — það er leikur i nafninu,
leikur og töfrar, enda var Halldór Guðjónsson vitan-
lega alótækt nafn fyrir þennan kynlegasta kvist ís-
lenzkrar menningar á uirLbrotatímum tvístyrjaldarinn-
ar miklu. — Til er tröllasaga í Reykjavík um pilt, sem
kom ofan úr Mosfellssveit í vaðstígvélum og með nef-
klemmur og ætlaði að
gerast skáld, kennari og
sigurvegari. Ekki veit
ég, hvort sagan er sönn,
en pilturinn varð allt
þetta þrennt. Vaðstígvél
og olíustakkur munu hafa
verið vörn hins hagsýna
manns gegn ósanngjörnu
veðurlagi og illri færð,
nefklemmurnar einkenn-
isbúningur næmlyndra
skálda upp úr aldamót-
unum. Þegar hinn ungi
maður árið 1919 gaf út —
„á kostnað höfundarins“
— fyrstu bók sina, sem
er ástarsaga, Barn náttár-
unnar, eru nefklemmurn-
ar enn til, en farnar að
liallast undan athugulu augnaráði; vaðstígvélanna gæt-
ir litið, og föðurnafnið er farið veg allrar veraldar, —
hann kallar sig Halldór frá Laxnesi.
Barn náttúrunnar er skáldsaga, fremur þunn í roð-
inu. Eigi að síður er bókin athyglisverð frumsmíð stór-
merkilegs skálds. Áhrifa af ýmiskonar lesningu, — Ham-
sun, Björnson —, gætir allmikið. Þegar í þessari hók
er sá blendingur af ljóðrænu og raunsæi, er einkennir
allt verk Halldórs, í algleymingi. Það er ekki von, að
seytján ára unglingur ráði við að samræma slíkt töfra-
Halldór Kiljan Laxness.