Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 77
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
259
horfði stöðugt á töfragripinn í höndum mínum, og svip-
ur ágirndar færðist smám saman yfir andlit hennar.
Viltu hafa býtti? spurði hún skyndilega.
A hverju? spurði ég.
A Passíusálmunum og stjörnunum?
Nei, svaraði ég hiklaust og hristi höfuðið.
En þeir eru með nótum.
Alveg sama.
Og þú verður kannski organisti í kirkjunni.
Mig langar ekkert til þess.
En ef ég læt þig fá rósaleppana mína líka?
Alveg sama, sagði ég hróðugur og hampaði töfra-
gripnum í lófanum, en verðmæti hans hafði þegar marg-
faldazt.
Jæja, þá hætti ég líka að tvinna, sagði systir mín
og lagði frá sér snælduna.
Þú svíkur, mótmælti ég. Þú varst húin að lofa að
tvinna dálitla stund. Þú varst búin að sveia þér upp
á það.
Mér dettur ekki í hug að tvinna meira, nema ég fái
að kveikja eins og þú, sagði hún hryssingslega.
Jæja, sagði ég. Ivveiktu þá.
Lof mér að lialda á því líka.
Já, ef þú vilt tvinna hálfan hnykilinn og sveia þér
upp á það.
Hún sveiaði sér tvisvar sinnum, þreif töfragripinn
og kveikti á stjörnunum. Hún horfði hugfangin á hin
örsmáu, gullinskæru leiftur, neðri vörin slapti ofur-
lítið, eins og hún væri djúpt liugsi. Síðan kveikti hún
aftur.
Nei, skipaði ég valdsmannslega. Þú mátt ekki kveikja
nema einu sinni. Fáðu mér það.
Systir mín beit á jaxlinn og tvinnaði um sinn, en hafði
ekki augun af höndum mínum. Ég flatmagaði mig á
rúminu og gældi við djásnið. Ég var ákaflega sæll.