Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Síða 77
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 259 horfði stöðugt á töfragripinn í höndum mínum, og svip- ur ágirndar færðist smám saman yfir andlit hennar. Viltu hafa býtti? spurði hún skyndilega. A hverju? spurði ég. A Passíusálmunum og stjörnunum? Nei, svaraði ég hiklaust og hristi höfuðið. En þeir eru með nótum. Alveg sama. Og þú verður kannski organisti í kirkjunni. Mig langar ekkert til þess. En ef ég læt þig fá rósaleppana mína líka? Alveg sama, sagði ég hróðugur og hampaði töfra- gripnum í lófanum, en verðmæti hans hafði þegar marg- faldazt. Jæja, þá hætti ég líka að tvinna, sagði systir mín og lagði frá sér snælduna. Þú svíkur, mótmælti ég. Þú varst húin að lofa að tvinna dálitla stund. Þú varst búin að sveia þér upp á það. Mér dettur ekki í hug að tvinna meira, nema ég fái að kveikja eins og þú, sagði hún hryssingslega. Jæja, sagði ég. Ivveiktu þá. Lof mér að lialda á því líka. Já, ef þú vilt tvinna hálfan hnykilinn og sveia þér upp á það. Hún sveiaði sér tvisvar sinnum, þreif töfragripinn og kveikti á stjörnunum. Hún horfði hugfangin á hin örsmáu, gullinskæru leiftur, neðri vörin slapti ofur- lítið, eins og hún væri djúpt liugsi. Síðan kveikti hún aftur. Nei, skipaði ég valdsmannslega. Þú mátt ekki kveikja nema einu sinni. Fáðu mér það. Systir mín beit á jaxlinn og tvinnaði um sinn, en hafði ekki augun af höndum mínum. Ég flatmagaði mig á rúminu og gældi við djásnið. Ég var ákaflega sæll.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.