Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 53
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
235
og hjálparvana eru, heillaður heiðum sársauka sjálfs-
afneitunar og afplánunar. Hann glæpist á hinni örlaga-
riku og einhliða sjálfsrannsókn, verður of starsýnt í
eigin barm, en sú liætta vofir einatt yfir skáldinu, sem
býður umhverfi sínu byrginn, og sjálf fegurðarþrá hans
leiðir hann að lokum inn i tómið. Persóna hans liefur
gert höfundinum auðið að lýsa nútímalífi á fslandi
með skörpum andstæðum og dramatískri spennu milli
veruleika og hugarflugs. Andi fornsögunnar lifir enn
í nýtízku umhverfi á íslandi. Hið liðna, liið frumstæða
og upprunalega brýzt stöðugt gegnum nýmenningarhjúp-
inn, nýtt og gamalt blandast á undarlegan og torræð-
an liátt, rústir erfðavenjunnar gnæfa upp úr villigróðri
þjóðlífsins og félagslegri hrörnun. Þarna er mergð af
einkennilegu fólki, því að lifið verður þar ekki ham-
ið í mótum viðurtekinnar venju, það kraumar og sýðui
upp úr, ástríðan og ímyndunaraflið sprengja sífelll af
sér allar viðjar á þessari eldfjallaej'. Með mikilli list,
miklu fjöri, næmum skilningi og ágætum árangri hef-
ur Laxness gert þarna þverskurð af íslenzku þjóðfélagi,
þar sem fátæka skáldið hans er eins konar Don Quix-
ote, farandriddari fegurðarinnar og skáldskaparins.
Þarna skiptast á sprenghlægilegar skopstælingar, glæsi-
leg frásögn og einlæg innlifun, leiftur frá leyndardóm-
um mannlegra tilfinninga.
Þessar síðustu bækur Laxness eru að nokkru ritað-
ar erlendis. Þær sameina fjarlægð og nálægð, þungvægl
reyndarefni og taumlaust og skapandi hugarflug skálds-
ins. Maðurinn er svo víðfeðmur, á svo margs úrkosti,
er svo fullur af andstæðum, að hann hlýtur ávallt að
vekja eftirvæntingarfulla óvissu. Þróttmikið listamanns-
eðli, eirðarlausar gáfur og enn óslævt tilfinninganæmi
afla honum samtímis mikils trausts. Við lestur síðustu
bóka hans verður sú sjiurning áleitnust, hvort skarp-
skyggni hans á veruleikann sljóvgist ekki vegna vax-
andi hneigðar hans til leiðsluhrifningar og draumóra.
16*