Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Side 100
282
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
annars ljóss, og samt kennir hér hvergi neins, sem kallast mætti
yfirnátlúrlegt eða trúarlegt.
Samskonar yndi er Taóteking, Bókin um Veginn, sem einhverj-
ar siðfe: cishetjur hafa tekið upp á að kalla Bókina um dyggð-
ina og veginn, enda verður af formála hennar og eftirmála i
hinni nýju íslenzku þýðingu tæplega annað ráðið en hún sé
út gefin sem nokkurs konar handbók i siðferði fyrir Vestur-
landamenn tuttugustu aldar. En það er álika fráleitt að ætla
sér að hafa Taóteking fyrir kristilegt barnalærdómskvér eins
og lifa samkvæmt málverki frá T’ang-dýnastíunni. Ritið er full-
komnast tákn og tjáning sérstakra menningarstrauma í Kína
fyrir hálfu þriðja þúsundi ára, sem nú eru samrunnir kínversku
mannlífi. Fornkinverskt lífsviðhorf og mannfélag á ekki skyll
við hinn vestræna heim nútímans; einræktaður Kínverji var
og er frá flestum sjónarmifum, meira að segja líkamsfræðilega,
manngerð ósammælanleg Vesturlandabúum. Það er sjúkleiki liið
innra sem ytra, andlegur og likamlegur vanmáttur, að vilja snúa
öllu í siðferðishandbók, barnalærdómskver og endurlausnar-
kenningu, sem manni finnst fallegt; slikum mönnum er einfald-
ast að ganga í Sáluhjálparherinn, annars eiga þeir á hættu að
fara að frýsa og éta hey, ef þeir sjá fallegan hest.
Þýðandinn er þvi miður nokkuð ofhaldinn af þessari smáborg-
aralegu flathyggju, herkerlingarsjónarmiði þvi, sem á ensku er
kallað vulgar. Hann setur framan og aftan við bókina heilmik-
ið af falskristilegum siðferðishetjuskap og þess konar spakmæl-
um, sem prentuð eru aftan á vigtarseðla sjálfvirkra persónu-
vigta í fordyrum amerískra vöruhúsa. Dæmi: „Sá sem hefur
byggt lifsskilning sinn á föstum grundvelli, skilur sitt eigið
innra eðli, stendur föstum fótum í lifinu“, (skýring á 54. kafla
í Taóteking). „í þessum kafla (44.) felst viðvörun lil manna við
þvi að sækjast eftir auði, frægð, frania, því að það hafi ekkert
varanlegt gildi“ o. s. frv. Það er ekki ónýtt, eða hitt heldur, að
fa aðra eins fræðslu og þetta: „Lao-tse vildi hamla gegn spillingu
þjóðfélagsins með þvi að innræta mönnum dyggðir hjartans"
og þvíumlíkt. Þýðandi „stingur inn í“ á einum stað, að „Lao-lse
trúi staðfastlega á ódauðleik sálarinnar". Hverjum er þjónað
með þessu rugli? Sáíin ;• ekki til sem kínverskt hugtak, allra
sízt forn-kínverskt, c0 hin kristna hugmynd um „ódauðleika
sálarinnar'* þaðan af siður. Hitt væri sönnu nær, að segja, að
Laó-tse tryði á ódauðleika dalsins og ódauðleika vatnsins.
Bókin um Veginn er lianzki, sem var í upphafi kastað í andlit
konfúsianismans, mótvægi og andsvar gegn honum og spott um
hann; hún er framar öllu draumur sveitasælunnar, sem ævin-