Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 79
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
201
ið, seildist eftir liandleggnum á lienni og reyndi í of-
boði að ná föfragripnum. Hún vatt sig af mér, lamdi
mig á vangann og ætlaði að forða sér fram í eldhús-
ið. Ég greip í pilsfaldinn og togaði í liann af öllum
kröftum. Ég var aðeins sjö ára gamall. I næsta vet-
fangi hörðumst við i þögulli Iieift, liárreittum hvorl
annað, bitum livort annað og klóruðum livort annað,
hlóðug og rifin. Ég kom ekki aftur til sjálfs min, fyrr
en ég sá, að töfragripurinn lá sundurbrotinn á gólf-
inu: hinar tuttugu og fiinm stjörnur soldánsins i Kon-
stantínópel höfðu evðilagzt, hin dýrkeypta heimsmenn-
ing mín var liðin undir lok.
Ég starði og starði. Svstir mín liljóp kjökrandi fram
í eldhúsið, en ég gal ekki fengið af mér að snerta á
liinum hrotnu og beygluðu leifum. Ég flúði upp í rúm-
ið, grúfði andlitið í koddann og grét. Þannig lá ég lengi
dags, yfirhugaður af þungum harmi, slegimi til jarð-
ar af dýpri sorg en orð fá lýst. Það stoðaði ekkerl
þótt móðir mín reyndi að hugga mig og leiða mér
fyrir sjónir, að þetta hefði aðeins verið svikult gervi-
tól, sett saman úr pjátri, skrúfum og hrennisteini. Það
stoðaði ekkert, þótt ég slyppi við átölur og refsingu
föður míns, því að ósegjanlegur sársauki og tregi hjó
i hrjóstinu, löngu eftir að tárastraumurinn var þorn-
aður á vöngunum.
Ég reis ekki á fætur, fyrr en jólaföstuhúmið smaug
inn í haðstofuna gegnum hinar hrímloðnu frostrósir á
glugganum. En þá var eins og álagahamur hrysli: ég
mundi skyndilega eftir stjörnunum vfir fjallinu; ég
vissi, að innan skamms myndu þær koma utan úr geimn-
um, óteljandi, óteljandi, raða sér á festinguna og lauga
i hlágeislandi ljóma sínum hinn umkomulausa draum
minn, hina óljósu þrá mína — og sorg.