Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAH
24tí
væntingarfullur. En faðir niinn hafði skyndilega breytzt.
Hann var orðinn harður á svip og þungur á hrún, eins
og þegar oddvitinn var að innheimta útsvarið.
Nújá, sagði hann þyrrkingslega og linýtti skrotugg-
una sína í eitt hornið á snýtuklútnum. Við eigum nóg
guðsorð á heimilinu. Og við höfum ekki efni á að kaupa
neitt glingur.
Móðir mín bar matinn á borð og bað mennina í liálf-
um hljóðum að fyrirgefa sér fátæktina. Kristniboðinn
signdi sig í flýti, sneri sér siðan að föður mínum og
mælti í áminningartón: Það er aldrei of mikið af guðs-
orðinu, bóndi sæll.
Faðir minn múldraði eitthvað ofan í barminn og
hnyklaði brýnnar.
Hitt er annað mál, liélt kristniboðinn áfram, að bless-
að sveitafólkið hefur ekki úr miklu að moða á þess-
um tímum. En heldur vildi ég svelta lieilu hungri en
fara á mis við náðarlind guðs í ritningunni, í hugvekj-
unum, í sálmunum og öðrum lielgum ritum. Eða getur
nokkur lifað af hrauði einu saman?
Ykkur er svo sem velkomið að sýna þetta dót, þegar
ég er húinn að vatna kúnni, sagði faðir minn eftir
nokkra þögn. Ég varð svo glaður, að mig langaði til
að lilaupa upp um hálsinn á honum og klappa hon-
um á vangann. En ég læt ykkur hara vita, hætti hann
við, að ég kaupi ekki neitt. Það árar ekki byrlega núna.
Hann gekk út, en mennirnir grúfðu sig yfir matinn.
Ivristnihoðinn horðaði hægt, stakk gafflinum gætilega
í hitana og virtist jafnvel skoða þá alla, áður en liann
lét þá upp í sig, tuggði í mauk og leit varla upp frá
máltíðinni. En velgerðarmaður minn hroðaði í sig
slátri og brauði eins og liann væri í kappi við gírugan
hák. Ég dáðist að honum af barnslegri einlægni, sér-
iiver hrevfing hans orkaði á mig eins og dularfull sefj-
un: ég færði mig til hans, unz ég stóð við hliðina á