Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 93
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 275 sínum jákvæðara innihald með auknu valdi yfir yrkisefnum sín- um og vaxandi skilningi og trú á sjálfan sig og hlutverk sitt sem skáld. Kr. E. A. Jón úr Vör: Stund milli stríða. Reykjavík, október 1942. Höfuðeinkenni fyrstu bókar Jóns úr Vör var einlæg barns- skynjun, hæfilega hlutræn í tjáningu, og svo upprunaleg, að framandi áhrifa gætti Iítt eða ekki. Yfir kvæðunum hvíldi vin- gjarnlegt yfirlætisleysi og æskubragur. Ýms kvæði hinnar nýju bókar, einkum í fyrsta kafla hennar, Á tvo strengi, eru með svipuðu yfirbragði og hin eldri. En brátt fer þó nýr tónn að láta á sér bæra: áhyggjuleysi Vestfjarðadrengsins hefur orðið að þoka fyrir uggvæni ungs millistríðsmanns. En röddin hefur hvorki styrkzt né hækkað við breytinguna, — hún er þvert á móti eiin veikari og lægri. Það er miskunnsemi en ekki fórn, sem þetta bernska skáld þráir, enda þótt það renni nú jafnan öðru auga til myrkursins fyrir utan. Því herskárri og stórkost- legri sem umheimurinn rís, því huglægari og smágervari verð- ur túlkun skáldsins: í stað þess að stikla berfætt á kaktusbrodd- um um þverar eyðimerkur, sezt það í brekkukorn og leggur litla gleymmérei undir vanga sinn. Það er með öðrum orðum þráin eftir heilbrigðri lífsgleði, sem hér teflir stundum listinni á tæpasta vað, virðist stundum gera skáldið næstum máttvana og orðvana. í kvæði, sem heitir Sálrn- ur, er þessa trúarjátningu að finna: Sér léku á vori ljúfu tvö lítil sólskinsblóm, og allt var ilmi höfgað og yndi og fegurð tóm. Og enginn gisti uggur þau ungu hjörtun smá, þó dalabóndinn dengdi sinn dauðakalda ljá. Sem blómum tveim i túni oss timi og eilífð sé og um það aldrei vitum, sem eitt sinn kann að ske. Kvæðið er mjög táknandi fyrir það stig, sem ljóðagerð Jóns úr Vör stendur á: næm kennd fyrir nálægð styrjalda i bak og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.