Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 91
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
273
steininn, — eða hitt sótti að og dró úr honum, að allt væri
hégómi og eftirsókn eftir vindi, jafnvel listin. En hann var
snillingur, þjóðhagi. Sum kvæði lians munu verða sígild. Mörg
önnur eru dvergasmið, þótt efnið sé smávægilegt. Því mun þjóð-
in hverfa að Illgresi hans aftur og aftur, eigi síður en kvæð-
um höfuðskáldanna. Magnús hefur stundum dreymt um meiri
afrek, þess á milli fundizt allt hafa farið í mola og uppskeran
lítils virði. En hann var svo glöggskyggn á sjálfan sig, eins og
flest annað, sem hann hugsaði um, að hann mun vel hafa séð
á siðari árum, hvert hlutskipti hans var orðið, — og unað þvi vel.
S. N.
Steinn Steinarr: Ferð án fyrirheits. Útgef. Heims-
kringla. Rvík 1942.
Steinn Steinarr er hugrakkur og nýr. Hann hefur einskis
skálds fordæmi látið verða sér hlekk um fót og engar venjur
forms né rímþrælkunar murka lífið úr kvæðum sinum. Honum
liefur snemma orðið ljóst, að liann varð að berjast einn til
þeirra landa, er hann vildi vinna, og sjálfur að smíða sér vopn-
in til að sigra með. Og hvort sem hann hefur lesið sögu hern-
aðarlistarinnar eða ekki, hefur hann komizt að þeim leyndar-
dómi hennar, að sigurvegari verður sá einn i stríði, sem beitir
nýrri gerð vopna og nýrri tækni og á þá dirfsku til að bera,
að hirða aldrei hversu fer um lif sitt. Steinn hefur jafnan
fundið sér viðfangsefni, sem eru frumleg, og velt þeim fyrir
sér, þar til hann gat sett þau fram á nýstárlegan og skarpan
hátt. Oft glímir hann við heimspekileg efni, en þó aldrei önnur
en þau, sem varða uppruna og tilgang hans sjálfs, og kemst
þá vitanlega fyrr en varir i rökþrot. Gaman er að veita athygli,
hvernig vald lians á þessum yrkisefnum vex og hvernig per-
sónuleiki hans rís samhliða til aukins sjálfstrausts með hverj-
um sigri yfir viðfangsefnunum. Mér virðast ýmsir skilja Ijóð
Sleins svo, að þau hafi einungis eitt að flytja: boðskap um
það, að allt né fánýtt, jafnvel blekking ein, enginn hlutur sé
til, og mætti þá draga af því þá rökréttu ályktun, að ljóð Steins
séu ekki heldur til og fásinna að vera að skrifa um þau ritdóm.
Ég hef aldrei ætlað þennan bölsýnistón Steins eða lifsafneitun-
ar neinn boðskap, er hann væri að flytja, aldrei annað en leit
lians að ráðningu á sjálfum sér og tilveru sinni á þessari hjá-
kátlegu jörð. Ég hef aldrei getað orðið uppnæmur af hinu nei-
kvæða í ljóðum Steins, með hvað skýrum stöfum sem það hefur
staðið þar letrað, því að baki orðanna finn ég alltaf slá jákvæð-
an vilja, skapandi hug og heitt skap — og trú á lifið og lifs-