Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 104
Sigurður Nordal:
Arfur Islendinga.
Þegar útgáfa þessa ritverks var ráðin, var gerð grein
fyrir því til bráðabirgða í Tímariti Máls og menningar
(júli, 1939). Síðan hefur margt gerzt, bæði í veröldinni
og á voru landi, sem snortið hefur örlög flestra manna,
fyrirtækja og framkvæmda. En timarnir breytast og
mennirnir með, jafnvel þegar altt er með kyrrari kjör-
um, og' sumar breytingar á hinni upphaflegu áætlun
mundu hafa gerzt, þótt engin styrjöld hefði dunið yfir,
— einungis við reynslu og' nánari atliugun.
í upphaflegu áætluninni var ráðgert, að Arfur íslend-
inga yrði fimm hindi, 200 arkir eða 1600 bls. í sama
hroti og þessi hók. Skyldi fyrsta bindið heita ísland og
vera lýsing lands og skipta þjóðar við það, — öðru og
þriðja bindinu var þá í hráðina valið heitið íslenzkar
minjar, en i þeim skyldu vera stuttar ritgerðir um hók-
menntir Islendinga og listir, •—- og tvö síðustu bindin
áttu að vera bók sú, íslenzk menning, sem fvrsta hind-
ið af er nú prentað.
Við starfið að undirhúningi Arfsins kom þetta m. a.
í ljós: 1) Bæði lýsingu landsins og yfirlitinu um menn-
ingu þjóðarinnar reyndist vera lielzti þröngur stakkur
skorinn með því að ætla þeim ekki nema % hluta verks-
ins, þ. e. 960 bls. 2) Miklum vandkvæðum var bundið
Ég kannast að vísu ekki við þennan Schumacher, en af þessu
umtalaða verki tel ég hæpið, að hann verði settur á bekk með
Plutarch, Joinville, Krapotkin, Walpole og Stefáni Zweig.
Hd. St.