Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Qupperneq 66
248
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
fjaðrastilk upp úr vestisvasanum og fór að stanga úr
tönnunum, en liláturinn ískraði niðri í honum. Þú skalt
bara tala við sýslumanninn og vita, livort hann leyfir
þér að fara, bjóða sýslumanninum pipar í nefið og
biðja hann að skrifa soldáninum meðmælabréf.
Ivristniboðinn leit maulandi upp frá matnum, leit á-
sakandi á velgerðarmann minn og mælti hátíðlega:
Fíflskapur við óvita er líka synd.
Ég skildi ekki orð lians og gaf þeim engan gaum.
Mér fannst ekkert ævintýralegt við kristniboðann. Hann
hafði aldrei stolið framhlaðningi. Hann hafði aldrei
skotið fanskan hana eða hlunkaði á fresskött bisk-
upsins, þar sem hann var að liáma í sig oblátur uppi
á grjótgarði. Hann liafði aldrei verið í Kostantinópel.
Ameríka? Uss, það var ekki neitt! Ég leit varla við
honum.
Hahaha! liló velgerðarmaður minn og stakk upp í
mig nýrri kúlu. Sjáðu til, ungi dúnposi: Þarna kem-
ur pahbi þinn aftur. Og nú færðu hráðum að skoða
alla dýrðina!
Kristniboðinn leysti frá ólapokanum sínum og lauk
upp brúnu töskunni. Foreldrar mínir studdu sig við
borðið og horfðu á. Systir mín hallaði sér upp að
mömmu og fylgdist með lireyfingum kristniboðans; en
ég hað guð í hljóði, að hann lyki sýningu sinni sem
fyrst, svo að velgerðarmaður minn gæti farið að af-
hjúpa þá leyndardóma, sem lilutu að felast í farangri
lians. Biblían? Sálmabókin? Ósjálfrátt minntist ég hinna
löngu liúslestra, þegar ég varð að dúsa grafkyrr á rúm-
inu og horfa niður á gólfið, meðan faðir minn þuldi
í belg' og biðu. Ósjálfrátt minntist ég tvegg'ja ræningja,
sem liéngu á krossi, með nagla gegnum hendur og fæt-
ur, minntist siðusárs frelsarans, þar sem hlóð og vatn
vall út, — æ, það var ekki þetta, sem liugurinn þráði.
Hinsvegar grunaði mig, að levndardómarnir í farangri
velgerðarmanns míns væru í samræmi við hinar óljósu