Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 85
TÍMARIT MALS OG MENNINGAR
267
Og þó gefa þessi tengsl listamanna við fólkið þeim
engan rétt til þess að gera ekki annað en taka að lánj
sköpunarsnilli þess. Tónskáldið, til að mynda, hefur
annað lilutverk en safna þjóðsöngvum. Helztu verk
Tsjajkovskis, svo sem Sjötta hljómhviðan, Ballett-svít-
urnar „Þyrnirós“, „Álftavatn“ og' „Hnothrjótssvítan“.
eiga ekki í neinum verulegum atriðum ætt sín að rekja
til þjóðsöngva, þau eru engar stælingar á þeim. Samt
serii áður eru þetta viðurkennd þjóðleg verk. Skylda
okkar listamannanna er að læra af alþýðunni án afláts,
halda til liaga öllu því, sem fólkið skapar og eitthvert
listgildi hefur fyrir þá tíma, sem við lifum á.
Þetta stríð er mikill og margvíslegur prófsteinn fyrir
listamennina, tónskáld, rithöfunda, vísindamenn. Að-
eins hinir hugprúðu og hjartahreinu komast úr þeirri
deiglu með heiðri. Stríðið hefur lagt okkur öllum mikl-
ar skyldur á herðar. Enginn þegn lands okkar stend-
ur né getur staðið fyrir utan þessa alvarlegu baráttu.
„Allt lianda vígstöðvunum, allt fyrir sigurinn,“ er her-
óp manna og kvenna. Ósérplægni verkamannanna, hin
erfiða vinna bænda samyrkjubúanna, þolgæði visinda-
manna, hugrekki þeirra, er skipuleggja, ljóðræna skálds-
ins, hið skapandi flug tónsnillingsins — allt verður að
sameina og gefa af frjálsum vilja, til hinztu agnar, svo
að okkar helgasta takmarki, sem við lifum og öndum
fyrir, sigrinum, verði náð.
Sagan mun í framtíðinni vekja eftirtekt á sérstöku
atriði: I landi, þar sem liáð var æðisgengin barálta
gegn svörnum fjandmanni, barizt á landi, í lofti og á
legi fyrir frelsi og sjálfstæði af öllu afli þjóðarinnar,
í því landi dró ekki úr lifi vísinda, lista, menningar.
Gagnstætt því varð stríð þjóða Ráðstjórnarrikjanna fyr-
ir föðurlandið að jarðvegi, sem upp úr spruttu ný af-
rek í listum á stríðsárunum. Leikhús okkar eru fram-
takssöm, sýna ný leikrit, skapa nýjar persónur og vekja
með þjóðinni göfugar og' hetjulegar tilfinningar. Jafn-
18*