Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 46
228
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sér og sínu. Ibúðarhúsið og fjárhúsið byggir hann sam-
an, liann gerir ekki mikinn mun á manninum og sauð-
kindinni. Féð er eina tekjulind fátæka bóndans og und-
irstaðan að sjálfstæði hans. Ivonan hefur áskotnazt hon-
um um leið og hann komst yfir jörðina hjá hrepp-
stjóranum, og hann grunar að einhver annar muni
faðir að barninu, sem hún á í vonum. Þau hjónin eiga
enga samleið. Konan lætur bugast í örðugleikum frum-
hýlisins, óttast ægivöld heiðarinnar og verður veik af
löngun i kjöt við trosátið. Bjartur fer að heiman til
þess að leita kindar, og skellur á hann stórhríð. Hann
ríður yfir fljót á hreintarfi, sem hann reynir að drepa,
liggur úti í skafli holdvotur og kveður rimur til þess
að halda á sér liita. Þegar heim kemur, finnur hann
konuna látna og hjá henni nýfætt lifandi harn.
Séra Guðmundur, þessi furðulegi pokaprestur, sem
nýtur álits sóknarharna sinna eingöngu vegna fjárkyns-
ins, sem hann hefur flutt með sér í sveitina, treður ann-
arri konu upp á Bjart, þegar hann kemur að panta lík-
ræðu vfir hinni látnu. Og Bjartur eignast börn, sem
alast upp undir handleiðslu ömmunnar, en hún er fjör-
gömul og sálmafróð. Bjartur herst þrautseigri haráttu
kothóndans við náttúruöflin og þjóðfélagið, við pest og
grasleysi, svikula kaupmenn og ranglát sveitarútsvör.
Samvinnuhreyfingin eflist á blómaskeiði stríðsáranna,
og Bjartur spyrnist lengi á móti, en gengur að lokum
í kaupfélagið og fer svo á höfuðið, eftir að hafa feng-
ið lán til þess að hyggja hjá sér. Viðleitni fólksins að
ná efnalegu sjálfstæði fer út um þúfur i samkeppninni
við hlífðarlaust einstaklingsauðvald. Jörðin er seld und-
an Bjarti, og hann verður að byrja búskap á nýjan
leik. Skapið harðnar, því að hann er jafnan sjálfum
sér nægur, og það verður æ tómlegra umhverfis liann.
Hvíldarlaus harátta gerir hann mikilúðgan en stein-
runninn, hún hefur kostað hann þátt úr eðli mennskra
manna.