Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Side 95
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 277 speglast i senn ótti þess og von: það er sjálft lítill fugl, sem kann ekki við sig í hinu stálkalda „skjóli“ vopnavaldsins, en þráir þá stund, er tækjum þess verður breytt í hæli handa smæl- ingjum. Þegar þar að kemur, að skáld og fuglar eignast örugg- ara lireiður og fá að syngja í friði um Sóley sína og Lilju, þá mun Jón úr Vör taka djarfara flug. Spá mín er sú, að hann láti ekki að sér hæða í sinni næstu bók. Jóhannes úr Kötlum. Halldór Kiljan Laxness: Vettvangur dagsins. Heims- kringla h.f. Reykjavík 1942. í þjóðsögum er getið um menn, er áttu töfrasprota og þurftu ekki annað en slá með honum á klettaveggi, og þeir upplukust, eða klappir, og upp spralt tær lind. Halldór Kiljan á slíkan töfra- sprota. Hvar sem hann snertir við efni, lyftist hver hula, sem áður grúfði yfir þvi, og sjálfur kjarni þess kemur í ljós. í upp- hafi Vettvangs dagsins, Inngangi að Passíusálmum, slær Halldór með töfrasprota sínuin á myrka hamraveggi 17. aldar, og sjá, öldin lýkst upp: greinist í frumhugtök sin. Allt umhverfis Passiu- sálmana og Hallgrim Pétursson verður skyndilega albjart og jafnframt rís mynd snillingsins aðgreind frá grunni jarðvegs og aldar í hæð, þar sem lengra að baki liillir undir höfunda Völuspár og Hávamála. Mun leitun að finna ljósari skilgrein- ingu verks og liöfundar og tiðaranda. Sýnir þessi ritgerð um Passíusálma Hallgríms, hve mikluni árangri má ná í bókmennta- rannsóknum, þegar snjall höfundur tekur sagnvísindi marxism- ans í þjónustu sína. En efni alls ólík þessu láta höfundinum engu síður. Er þar tilvalið dæmi ein síðasta ritgerðin í bókinni: Landbúnaðarmál. 1 hvílíka vafninga og hnúta liafa málefni þess- arar atvinnugreinar verið riðin og flækt, þar til engin ráð finn- ast úr að greiða á neinn liátt. Hvergi hefur sézt i kjarna máls- ins fyrir umbúðum og reyfum. Með skarpskyggni sinni og glöggri skilgreiningu sviptir Halldór þessum umbúðum burt og geng- ur beint að kjarna niálsins og leggur hann fram i allra augsýn. Góð dæmi eru einnig ritdómar Halldórs, sem margt er af i bókinni. í örfáum orðum getur liann skilgreint höfund og verk, svo að höfuðeinkennin verða augljós, þó að vitanlega séu Hall- dóri eins og hverjum manni, dálítið mislagðar hendur. Einn meginþáttur bókarinnar, þegar frá eru talin bókmennta- leg efni, eru pólitískar ritgerðir. Þann timann, sem samfylkingar- baráttan var háð, stóð Halldór margoft í fylkingarbrjósti, ritaði greinar og hélt ræður, sem ætíð skáru sig úr að einfaldleik og mál- snilld. Þær eru að sjálfsögðu bundnar við þá stund, er þær voru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.