Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 5
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 115 maður, — það er öll upphefðin. Á milli situr þessi maður á stóli við borð og píanó, og skapar listaverkið. Þetta er maður, og maður nútímans. Maður lífsins, er hann lifir með sinni þjóð. Tónarnir í Leníngradsymfóníunni hefjast með friði og ró daglegs lífs: ilm- andi gras, sólskin og hlíða, og ró og friður. Svo ókyrrist eittlivað, kemur fát á allt og ókyrrð, sem ágerist meir og meir, og allt í einu er eins og hljóð- færin spyrji hvert annað: Hvers vegna }>etta? Hv-er-s ve-gn-a þett-a, þett-a, þett-a? Já, hvers vegna þetta? Því ekki hitt, sem áður var: friður, ilmandi grasið, sól á landi og hafi? Hvers vegna þetta? En svo kemur þetta: fótatak manna í takt. Fyrst í fjarska, veikt, síðan nær og nær, sem bylgjur fallandi brims, blandað ískri véla nútímans. Hergnýr nýtízku hernaðar. Hvers vegna þetta, þetta — þetta? Fyrsti þáttur symfóníunnar hefur endað. Nú hefur brunavarðaraðstoðarmaðurinn áreiðanlega hlaupið út, því nú tek- ur hann til aftur og er hinn kátasti. Scherzó (músikalskt gleðiform) annars þáttar er glatt og sigurvíst. Stríðs- og vélahljómar heyrast þó alltaf gegnum gleðina og sigurvissuna. Einhver unaður, sem minnir á Schubert, umleikur mann í þessu scherzói, þessari gleði hins unga manns í stríðsrokinu. Eitthvað kemur mér til að hugsa til Beethovens í þessu scherzói Dimitris. Einnig Beet- hoven semur symfóníu á erfiðustu tímum ævi sinnar, þegar eyru hans heyra ekkert jarðneskt hljóð og útiloka hann frá allri gleði lífs síns, sem er að fá að heyra hljóðfærið sitt, eða samtal vina sinna. Hann sezt niður eins og Dimitri og býr til hinn stórkostlegasta óð, sem til er, óðinn til — gleðinnar, í 9. symfóníu sinni. Þetta eiga þeir sameiginlegt, Beethoven og Sjostakovits. Hetjutónar adagíósins (músíkalskt form fyrir mýkt og liægð) vekja mig upp til Leníngrad 1942. Viljakraft, þrek, þor og djörfung innblæs hann þjóð sinni. Tónar, sem stíga upp, hærra og hærra, eins og marmaratröppur til sól- arinnar, þar sem himinninn er alltaf blár, enda hér ennþá ófullgerðir, hafa ekki ennþá náð upp alla leið til sólarinnar, til friðarins. Verkinu er ekki lokið. Trum trum. Trum trum. Trum trum. Trum trum. Trum. Vélagnýr, áreynsla, kraftur, vilji, og að vitum manns berst þefur svita og blóðs stríðandi manna, stríðandi herskara. Hvers vegna þetta? Hvers vegna endilega þetta? andvarpa hljóðfærin, þett-a, þett-a, þctt-a, en fá ekkert svar. Nú engar spurningar meir: sigurinn er viss. Sigur kallar tónskáldið sein- asta þáttinn í hljómkviðunni. Þungi, djúpur sem hugur manns, bjart og skært á milli eins og vonir manns, og aftur þungi. Léttleiki Schuberts, blíða Tsjaikovskys, dýpt Beet- hovens. Allt, sem fegurst andar í tónsvala, blandast hér saman við nútíma vélagný brynklæddra, vélknúinna hemaðartækja í þúsundum, sem stynjandi æða áfram. Allt er þarna með í huga manns. Tvö tónstef í fiðlu og celló, heyrist mér, ganga saman nokkuð lengi og tal- ast við. Ljóst og dökkt marsérar saman. Lífið kannski og dauðinn, hlið við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.